Lögreglan stöðvaði fyrsta pókermótið 18. júní 2007 04:45 Um 150 tóku þátt í fyrsta opinbera pókermótinu sem haldið er hérlendis á föstudaginn. Fréttablaðið/Valli Fyrsta opinbera pókermótið sem haldið var á landinu var stöðvað af lögreglu í fyrrakvöld. Lögregla lagði hald á verðlaunafé og spilavarning og yfirheyrði forsvarsmann mótsins. „Lögreglan hafði afskipti af þessu, stoppaði mótið og lokaði staðnum,“ segir Jón H. Snorrason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Á milli 20 og 30 þátttakendur voru eftir af þeim 150 sem tóku þátt þegar lögreglan stöðvaði spilamennskuna. Vefverslunin Gismo.is stóð fyrir mótinu. Sindri Lúðvíksson, forsvarsmaður mótsins, var færður til skýrslutöku hjá lögreglu og sleppt að henni lokinni. Að auki lagði lögregla hald á verðlaunafé á mótinu, um 600 þúsund krónur, auk spila og spilapeninga. Lögreglumenn litu inn á mótið fyrr um dagin og höfðu tal af Sindra, en fóru án þess að aðhafast. Þegar mótið var langt komið kom lögreglan aftur og stöðvaði mótið. „Þetta er talið varða við ákvæði hegningarlaga, sem banna fjárhættuspil, að standa að því eða stofna til fjárhættuspils,“ segir Jón H. Allt að eins árs fangelsisvist liggur við því að standa að fjárhættuspili, og segir Jón H. að þó nokkrir hafi verið sakfelldir fyrir að standa að fjárhættuspili á undanförnum árum. Þáttur þeirra sem tóku þátt í mótinu er í skoðun. „Það er rökstuddur grunur um að þarna hafi átt sér stað refsivert athæfi.“ Sindri Lúðvíksson segir að afskipti lögreglu hafi komið sér á óvart, enda hafi forsvarsmenn mótsins álitið það löglegt þar sem þeir hafi ekki hagnast á því. „Þetta er ekkert öðruvísi en briddsmót sem haldin eru þar sem fólk fær sín spil á hendi og spilar úr þeim. Þar er borgað þátttökugjald og félagið tekur hluta af því, sem við gerðum ekki,“ segir Sindri. Hann segist vonast til þess að fá til baka fé og búnað sem lagt var hald á. Skrifað hafi verið niður hver staðan hafi verið á mótinu, og því mögulegt að halda áfram spilamennsku verði niðurstaða lögreglumálsins skipuleggjendum mótsins í hag. Tengdar fréttir Ólíklegt að pókermót sé lögbrot Afar hæpið er að kalla það sem fram fór á pókermótinu fjárhættuspil í laganna skilningi, enda borgaður aðgangseyrir og keppt um verðlaunafé eins og tíðkast í ýmsum íþróttum, segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Því sé ólíklegt að lögbrot hafi verið framið á pókermótinu. 18. júní 2007 01:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Fyrsta opinbera pókermótið sem haldið var á landinu var stöðvað af lögreglu í fyrrakvöld. Lögregla lagði hald á verðlaunafé og spilavarning og yfirheyrði forsvarsmann mótsins. „Lögreglan hafði afskipti af þessu, stoppaði mótið og lokaði staðnum,“ segir Jón H. Snorrason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Á milli 20 og 30 þátttakendur voru eftir af þeim 150 sem tóku þátt þegar lögreglan stöðvaði spilamennskuna. Vefverslunin Gismo.is stóð fyrir mótinu. Sindri Lúðvíksson, forsvarsmaður mótsins, var færður til skýrslutöku hjá lögreglu og sleppt að henni lokinni. Að auki lagði lögregla hald á verðlaunafé á mótinu, um 600 þúsund krónur, auk spila og spilapeninga. Lögreglumenn litu inn á mótið fyrr um dagin og höfðu tal af Sindra, en fóru án þess að aðhafast. Þegar mótið var langt komið kom lögreglan aftur og stöðvaði mótið. „Þetta er talið varða við ákvæði hegningarlaga, sem banna fjárhættuspil, að standa að því eða stofna til fjárhættuspils,“ segir Jón H. Allt að eins árs fangelsisvist liggur við því að standa að fjárhættuspili, og segir Jón H. að þó nokkrir hafi verið sakfelldir fyrir að standa að fjárhættuspili á undanförnum árum. Þáttur þeirra sem tóku þátt í mótinu er í skoðun. „Það er rökstuddur grunur um að þarna hafi átt sér stað refsivert athæfi.“ Sindri Lúðvíksson segir að afskipti lögreglu hafi komið sér á óvart, enda hafi forsvarsmenn mótsins álitið það löglegt þar sem þeir hafi ekki hagnast á því. „Þetta er ekkert öðruvísi en briddsmót sem haldin eru þar sem fólk fær sín spil á hendi og spilar úr þeim. Þar er borgað þátttökugjald og félagið tekur hluta af því, sem við gerðum ekki,“ segir Sindri. Hann segist vonast til þess að fá til baka fé og búnað sem lagt var hald á. Skrifað hafi verið niður hver staðan hafi verið á mótinu, og því mögulegt að halda áfram spilamennsku verði niðurstaða lögreglumálsins skipuleggjendum mótsins í hag.
Tengdar fréttir Ólíklegt að pókermót sé lögbrot Afar hæpið er að kalla það sem fram fór á pókermótinu fjárhættuspil í laganna skilningi, enda borgaður aðgangseyrir og keppt um verðlaunafé eins og tíðkast í ýmsum íþróttum, segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Því sé ólíklegt að lögbrot hafi verið framið á pókermótinu. 18. júní 2007 01:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Ólíklegt að pókermót sé lögbrot Afar hæpið er að kalla það sem fram fór á pókermótinu fjárhættuspil í laganna skilningi, enda borgaður aðgangseyrir og keppt um verðlaunafé eins og tíðkast í ýmsum íþróttum, segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Því sé ólíklegt að lögbrot hafi verið framið á pókermótinu. 18. júní 2007 01:15