Umferðaróhapp var á Reykjanesbrautinni undir morgun er bifreið var ekið á ljósastaur skammt austan við Grindavíkurveg. Fram kemur á vef lögreglunnar að ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, hafi kennt til í höndum og verið allur aumur í skrokknum og var hann því fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.
Ökumaðurinn taldi sig hafa dottað við aksturinn með þessum afleiðingum. Bifreiðin var mikið skemmd eftir óhappið og var fjarlægð af vettvangi með kranabíl.