Karl Ágúst Úlfsson, leikstjóri, leikari og rithöfundur, er bæjarlistamaður Garðabæjar 2007. Gunnar Einarsson bæjarstjóri afhenti Karli Ágústi starfsstyrk listamanna árið 2007 við hátíðlega athöfn í Vídalínskirkju á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Karl Ágúst Úlfsson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1981 og lauk framhaldsnámi í leikritun, handritagerð og leikstjórn við Ohio University árið 1994. Hann er þekktastur fyrir þátttöku sína í Spaugstofunni en hefur að auki leikið í leikhúsi og fjölda vinsælla íslenskra kvikmynda.