Klámsíðueigandi fyllist hryllingi 18. febrúar 2007 18:51 Vestur-Íslendingur, sem hefur skráð sig á samkomu vefstjóra klámheimasíðna á Íslandi í næsta mánuði, segist fyllast hryllingi vegna þess fréttaflutnings sem verið hefur um samkomuna í íslenskum fjölmiðlum. Hann er hneykslaður á ummælum talskonu Stígamóta, borgarstjórans í Reykjavík og viðskiptaráðherra og minnir á að þau kunni að þurfa að standa við ásakanir um barnaklám og þrælahald fyrir dómstólum. Tveir þeirra sem hafa skráð sig í ferð netstjóra klámsíðna til landsins bera eftirnafnið Hjorleifsson. Annar þeirra, Scott Hjorleifson er Vestur Íslendingur, og hefur skrifað Stöð tvö og segist fyllast viðbjóði við að lesa fréttir frá Íslandi vegna þessa máls. Í fyrsta skipti skammist hann sín fyrir íslenskan uppruna sinn. Hann segir að ef það reynist rétt að opinberir aðilar hafi sett fram ásakanir um að fulltrúar á ráðstefnunni standi fyrir barnaklámi og þrælahaldi, verði þeir að gera sér grein fyrir að um ærumeiðingar sé að ræða sem varði við lög. Engu líkara sé en þessir aðilar hafi misst vitið eða séu drukknir. Hjorleifson segist hafa sótt sex samkomur sem þessar og þar hafi einfaldlega komið saman fólk til að skemmta sér í fríi og kynnast hvort öðru. Það sé út í hött að tengja vefstjóra heimasíðna þar sem í boði sé klám með fullorðnu fólki sem hafi samþykkt að sitja fyrir, við barnaklám og þrælahald. Þetta byggi ekki á neinu öðru en fordómum. Þá standi ekki til að framleiða klámefni í Íslandsferðinni, enda sé dýrt að flytja leikara og búnað sem til þarf til landsins. Framleiðendur fullorðinskláms kjósi frekar að framleiða efni sitt í löndum sem það er löglegt. Flestir þeirra sem ætluðu sér til Íslands vinni að markaðsmálum og komi hvergi nálægt framleiðslunni. Mikið hefur verið rætt um þetta mál á erlendum spjallþræði og þar kemur fram að all nokkrir sem ætluðu sér í ferðina til Íslands, hafa hætt við það. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Vestur-Íslendingur, sem hefur skráð sig á samkomu vefstjóra klámheimasíðna á Íslandi í næsta mánuði, segist fyllast hryllingi vegna þess fréttaflutnings sem verið hefur um samkomuna í íslenskum fjölmiðlum. Hann er hneykslaður á ummælum talskonu Stígamóta, borgarstjórans í Reykjavík og viðskiptaráðherra og minnir á að þau kunni að þurfa að standa við ásakanir um barnaklám og þrælahald fyrir dómstólum. Tveir þeirra sem hafa skráð sig í ferð netstjóra klámsíðna til landsins bera eftirnafnið Hjorleifsson. Annar þeirra, Scott Hjorleifson er Vestur Íslendingur, og hefur skrifað Stöð tvö og segist fyllast viðbjóði við að lesa fréttir frá Íslandi vegna þessa máls. Í fyrsta skipti skammist hann sín fyrir íslenskan uppruna sinn. Hann segir að ef það reynist rétt að opinberir aðilar hafi sett fram ásakanir um að fulltrúar á ráðstefnunni standi fyrir barnaklámi og þrælahaldi, verði þeir að gera sér grein fyrir að um ærumeiðingar sé að ræða sem varði við lög. Engu líkara sé en þessir aðilar hafi misst vitið eða séu drukknir. Hjorleifson segist hafa sótt sex samkomur sem þessar og þar hafi einfaldlega komið saman fólk til að skemmta sér í fríi og kynnast hvort öðru. Það sé út í hött að tengja vefstjóra heimasíðna þar sem í boði sé klám með fullorðnu fólki sem hafi samþykkt að sitja fyrir, við barnaklám og þrælahald. Þetta byggi ekki á neinu öðru en fordómum. Þá standi ekki til að framleiða klámefni í Íslandsferðinni, enda sé dýrt að flytja leikara og búnað sem til þarf til landsins. Framleiðendur fullorðinskláms kjósi frekar að framleiða efni sitt í löndum sem það er löglegt. Flestir þeirra sem ætluðu sér til Íslands vinni að markaðsmálum og komi hvergi nálægt framleiðslunni. Mikið hefur verið rætt um þetta mál á erlendum spjallþræði og þar kemur fram að all nokkrir sem ætluðu sér í ferðina til Íslands, hafa hætt við það.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira