Fótbolti

Kvenmannslaust í Kænugarði

Marjan Markovic og félagar í Dynamo Kiev spila betur í kvenmannsleysinu
Marjan Markovic og félagar í Dynamo Kiev spila betur í kvenmannsleysinu AFP

Josef Sabo, þjálfari Úkraínumeistara Dynamo í Kænugarði, kennir eiginkonum og kærustum leikmanna um skelfilega byrjun liðsins í titilvörninni. Dynamo var í botnbaráttu í fyrstu umferðunum en hefur nú unnið sig aftur upp í þriðja sætið.

Kvenkyns blaðamaður spurði þjálfarann í gær hvort hann skammaðist sín yfir lélegri byrjun liðsins á leiktíðinni og ekki stóð á svörunum.

"Persónulega skammast ég mín ekki af því ég sé miklar framfarir hjá liðinu á stuttum tíma og það er bara af því ég tók leikmennina í burtu frá konum þeirra og kærustum. Ég fór með liðið í sérstakar æfingabúðir af því konur eru algjör pest í knattspyrnu. Þær skilja ekki að mennirnir þeirra vinna erfiða vinnu og þurfa að sinna henni," sagði Sabo.

Dynamo byrjaði ekki bara illa í deildinni heldur tapaði liðið fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni - 2-0 gegn Roma úti og 2-1 heima fyrir Sporting frá Portúgal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×