Þrír leikir voru í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hammarby tapaði á heimavelli 0-2 gegn Helsingborg. Gunnar Þór Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Hammarby en Heiðar Geir Júlíusson sat á bekknum og kom ekkert við sögu.
Ólafur Ingi Skúlason var meðal varamanna Helsingborgar en kom inn sem varamaður undir lok leiksins. Razak Omotoyossi skoraði bæði mörkin í leiknum.
Elfsborg og Halmstad gerðu 1-1 jafntefli og þá vann Kalmar 3-1 útisigur á Örebro.
Í næstefstu deildinni í Svíþjóð var einnig leikið í kvöld. Garðar Gunnlaugsson var í byrjunarliði Norrköping sem vann 2-1 sigur gegn Sirius en Stefán Þórðarson var á bekknum. Þá var Ari Freyr Skúlason í byrjunarliði Häcken sem vann Åtvidaberg 4-1.