Hamilton tekinn fyrir hraðakstur

Breski formúluökuþórinn Lewis Hamilton var tekinn fyrir hraðakstur í Frakklandi á sunnudaginn þar sem hann ók Benz bifreið sinni tæplega 200 kílómetra hraða á klukkustund. Leyfilegur hámarkshraði á hraðbrautinni var 130 kílómetrar, en Hamilton missir prófið í einn mánuð og þarf að greiða sekt.