Nýsköpunarsjóður fjárfestir í Mentor 30. júní 2007 16:59 Skrifað var undir samningana í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur ákveðið að fjárfesta í þekkingarfyrirtækinu Mentor ehf sem sérhæfir sig í lausnum til að ná markvissari árangri í skólastarfi. Hlutur sjóðsins verður 20 prósent af heildarhlutafé og mun innkoma hans styrkja stoðir Mentor og opna félaginu nýja möguleika, að því er segir í tilkynningu. Fjármagnið sem Mentor aflar með hlutafjáraukningunni verður nýtt til að efla sókn á erlenda markaði og til áframhaldandi vöruþróunar. Í gær voru undirritaðir í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn samningar um kaup Mentors á sænska fyrirtækinu PODB og aðkomu Nýsköpunarsjóðs að sameinuðu félagi. PODB er eitt af fyrstu fyrirtækjum í Svíþjóð sem sérhæfir sig í upplýsingakerfum sérhönnuðum fyrir kennara með sérstakri áherslu á einstaklingsmiðaðar námsáætlanir og foreldraviðtöl. Árangur kerfisins er umtalsverður og er það nú með 350 leyfissamninga við grunn- og framhaldsskóla í um 100 sveitarfélögum í Svíþjóð. Kaup Mentors á PODB eru að hálfu fjármögnuð með reiðufé og að hálfu með hlutafé í Mentor ehf. Stofnandi og núverandi eigandi PODB mun starfa hjá hinu sameinaða félagi og verður jafnframt meðeigandi í Mentor ehf. „Þetta er mjög góð leið fyrir okkur til að ná fótfestu og sækja fram á sænska markaðnum. Við getum nú boðið enn betri lausnir fyrir einstaklingsmiðað nám sem verið er að leggja aukna áherslu á í mörgum Evrópulöndum. Ísland er lítill markaður en hann er hins vegar kröfuharður markaður sem hefur gefið okkur tækifæri til að mæta gæðakröfum og þróa okkar lausnir í samstarfi við íslenska kennara og skólastjórnendur á annan áratug. Nú er komið að því að sækja fram á erlendum mörkuðum með okkar lausnir og fagna ég því sérstaklega að Nýsköpunarsjóður komi til liðs við okkur í því ferli", segir Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors ehf. „Ég tel að hið sameinaða félag Mentor/ PODB hafi á að skipa mjög öflugum starfsmönnum sem hafi alla burði til að byggja upp félag sem verði í hópi leiðandi fyrirtækja á sínu sviði á Norðurlöndum og að félagið hafi möguleika til enn frekari vaxtar á öðrum mörkuðum þegar fram líða stundir" segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Gert er ráð fyrir að Nýsköpunarsjóður verði virkur þátttakandi í að þróa Mentor næstu 5 árin. Stjórnarformaður hins sameinaða félags verður Ásta Dís Óladóttir, dósent við Háskólann á Bifröst og framkvæmdastjóri verður Vilborg Einarsdóttir. Heildarfjöldi starfsmanna er 17 í dag og heildarvelta á þessu ári er áætluð 140 milljónir króna. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur ákveðið að fjárfesta í þekkingarfyrirtækinu Mentor ehf sem sérhæfir sig í lausnum til að ná markvissari árangri í skólastarfi. Hlutur sjóðsins verður 20 prósent af heildarhlutafé og mun innkoma hans styrkja stoðir Mentor og opna félaginu nýja möguleika, að því er segir í tilkynningu. Fjármagnið sem Mentor aflar með hlutafjáraukningunni verður nýtt til að efla sókn á erlenda markaði og til áframhaldandi vöruþróunar. Í gær voru undirritaðir í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn samningar um kaup Mentors á sænska fyrirtækinu PODB og aðkomu Nýsköpunarsjóðs að sameinuðu félagi. PODB er eitt af fyrstu fyrirtækjum í Svíþjóð sem sérhæfir sig í upplýsingakerfum sérhönnuðum fyrir kennara með sérstakri áherslu á einstaklingsmiðaðar námsáætlanir og foreldraviðtöl. Árangur kerfisins er umtalsverður og er það nú með 350 leyfissamninga við grunn- og framhaldsskóla í um 100 sveitarfélögum í Svíþjóð. Kaup Mentors á PODB eru að hálfu fjármögnuð með reiðufé og að hálfu með hlutafé í Mentor ehf. Stofnandi og núverandi eigandi PODB mun starfa hjá hinu sameinaða félagi og verður jafnframt meðeigandi í Mentor ehf. „Þetta er mjög góð leið fyrir okkur til að ná fótfestu og sækja fram á sænska markaðnum. Við getum nú boðið enn betri lausnir fyrir einstaklingsmiðað nám sem verið er að leggja aukna áherslu á í mörgum Evrópulöndum. Ísland er lítill markaður en hann er hins vegar kröfuharður markaður sem hefur gefið okkur tækifæri til að mæta gæðakröfum og þróa okkar lausnir í samstarfi við íslenska kennara og skólastjórnendur á annan áratug. Nú er komið að því að sækja fram á erlendum mörkuðum með okkar lausnir og fagna ég því sérstaklega að Nýsköpunarsjóður komi til liðs við okkur í því ferli", segir Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors ehf. „Ég tel að hið sameinaða félag Mentor/ PODB hafi á að skipa mjög öflugum starfsmönnum sem hafi alla burði til að byggja upp félag sem verði í hópi leiðandi fyrirtækja á sínu sviði á Norðurlöndum og að félagið hafi möguleika til enn frekari vaxtar á öðrum mörkuðum þegar fram líða stundir" segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Gert er ráð fyrir að Nýsköpunarsjóður verði virkur þátttakandi í að þróa Mentor næstu 5 árin. Stjórnarformaður hins sameinaða félags verður Ásta Dís Óladóttir, dósent við Háskólann á Bifröst og framkvæmdastjóri verður Vilborg Einarsdóttir. Heildarfjöldi starfsmanna er 17 í dag og heildarvelta á þessu ári er áætluð 140 milljónir króna.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira