Nýsköpunarsjóður fjárfestir í Mentor 30. júní 2007 16:59 Skrifað var undir samningana í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur ákveðið að fjárfesta í þekkingarfyrirtækinu Mentor ehf sem sérhæfir sig í lausnum til að ná markvissari árangri í skólastarfi. Hlutur sjóðsins verður 20 prósent af heildarhlutafé og mun innkoma hans styrkja stoðir Mentor og opna félaginu nýja möguleika, að því er segir í tilkynningu. Fjármagnið sem Mentor aflar með hlutafjáraukningunni verður nýtt til að efla sókn á erlenda markaði og til áframhaldandi vöruþróunar. Í gær voru undirritaðir í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn samningar um kaup Mentors á sænska fyrirtækinu PODB og aðkomu Nýsköpunarsjóðs að sameinuðu félagi. PODB er eitt af fyrstu fyrirtækjum í Svíþjóð sem sérhæfir sig í upplýsingakerfum sérhönnuðum fyrir kennara með sérstakri áherslu á einstaklingsmiðaðar námsáætlanir og foreldraviðtöl. Árangur kerfisins er umtalsverður og er það nú með 350 leyfissamninga við grunn- og framhaldsskóla í um 100 sveitarfélögum í Svíþjóð. Kaup Mentors á PODB eru að hálfu fjármögnuð með reiðufé og að hálfu með hlutafé í Mentor ehf. Stofnandi og núverandi eigandi PODB mun starfa hjá hinu sameinaða félagi og verður jafnframt meðeigandi í Mentor ehf. „Þetta er mjög góð leið fyrir okkur til að ná fótfestu og sækja fram á sænska markaðnum. Við getum nú boðið enn betri lausnir fyrir einstaklingsmiðað nám sem verið er að leggja aukna áherslu á í mörgum Evrópulöndum. Ísland er lítill markaður en hann er hins vegar kröfuharður markaður sem hefur gefið okkur tækifæri til að mæta gæðakröfum og þróa okkar lausnir í samstarfi við íslenska kennara og skólastjórnendur á annan áratug. Nú er komið að því að sækja fram á erlendum mörkuðum með okkar lausnir og fagna ég því sérstaklega að Nýsköpunarsjóður komi til liðs við okkur í því ferli", segir Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors ehf. „Ég tel að hið sameinaða félag Mentor/ PODB hafi á að skipa mjög öflugum starfsmönnum sem hafi alla burði til að byggja upp félag sem verði í hópi leiðandi fyrirtækja á sínu sviði á Norðurlöndum og að félagið hafi möguleika til enn frekari vaxtar á öðrum mörkuðum þegar fram líða stundir" segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Gert er ráð fyrir að Nýsköpunarsjóður verði virkur þátttakandi í að þróa Mentor næstu 5 árin. Stjórnarformaður hins sameinaða félags verður Ásta Dís Óladóttir, dósent við Háskólann á Bifröst og framkvæmdastjóri verður Vilborg Einarsdóttir. Heildarfjöldi starfsmanna er 17 í dag og heildarvelta á þessu ári er áætluð 140 milljónir króna. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur ákveðið að fjárfesta í þekkingarfyrirtækinu Mentor ehf sem sérhæfir sig í lausnum til að ná markvissari árangri í skólastarfi. Hlutur sjóðsins verður 20 prósent af heildarhlutafé og mun innkoma hans styrkja stoðir Mentor og opna félaginu nýja möguleika, að því er segir í tilkynningu. Fjármagnið sem Mentor aflar með hlutafjáraukningunni verður nýtt til að efla sókn á erlenda markaði og til áframhaldandi vöruþróunar. Í gær voru undirritaðir í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn samningar um kaup Mentors á sænska fyrirtækinu PODB og aðkomu Nýsköpunarsjóðs að sameinuðu félagi. PODB er eitt af fyrstu fyrirtækjum í Svíþjóð sem sérhæfir sig í upplýsingakerfum sérhönnuðum fyrir kennara með sérstakri áherslu á einstaklingsmiðaðar námsáætlanir og foreldraviðtöl. Árangur kerfisins er umtalsverður og er það nú með 350 leyfissamninga við grunn- og framhaldsskóla í um 100 sveitarfélögum í Svíþjóð. Kaup Mentors á PODB eru að hálfu fjármögnuð með reiðufé og að hálfu með hlutafé í Mentor ehf. Stofnandi og núverandi eigandi PODB mun starfa hjá hinu sameinaða félagi og verður jafnframt meðeigandi í Mentor ehf. „Þetta er mjög góð leið fyrir okkur til að ná fótfestu og sækja fram á sænska markaðnum. Við getum nú boðið enn betri lausnir fyrir einstaklingsmiðað nám sem verið er að leggja aukna áherslu á í mörgum Evrópulöndum. Ísland er lítill markaður en hann er hins vegar kröfuharður markaður sem hefur gefið okkur tækifæri til að mæta gæðakröfum og þróa okkar lausnir í samstarfi við íslenska kennara og skólastjórnendur á annan áratug. Nú er komið að því að sækja fram á erlendum mörkuðum með okkar lausnir og fagna ég því sérstaklega að Nýsköpunarsjóður komi til liðs við okkur í því ferli", segir Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors ehf. „Ég tel að hið sameinaða félag Mentor/ PODB hafi á að skipa mjög öflugum starfsmönnum sem hafi alla burði til að byggja upp félag sem verði í hópi leiðandi fyrirtækja á sínu sviði á Norðurlöndum og að félagið hafi möguleika til enn frekari vaxtar á öðrum mörkuðum þegar fram líða stundir" segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Gert er ráð fyrir að Nýsköpunarsjóður verði virkur þátttakandi í að þróa Mentor næstu 5 árin. Stjórnarformaður hins sameinaða félags verður Ásta Dís Óladóttir, dósent við Háskólann á Bifröst og framkvæmdastjóri verður Vilborg Einarsdóttir. Heildarfjöldi starfsmanna er 17 í dag og heildarvelta á þessu ári er áætluð 140 milljónir króna.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira