Jón Ásgeir yfirheyrður í þrjá daga 12. febrúar 2007 12:32 Hádegishlé er í aðalmeðferð í Baugsmálinu en hún hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með vitnisburði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Sérstakur ríkissaksóknari reiknar með að yfirheyra Jón Ásgeir í þrjá daga. Bæði verjendur og sækjendur lögðu fram ný gögn við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Verjendur lögðu fram öllu meiri gögn og lýsti Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur ríkissaksóknari, yfir að hann áskildi sér rétt til að kalla Jón Ásgeir aftur fyrir dóm vegna þeirra en ríkissaksóknari ætlar sér annars þrjá daga til að yfirheyra hann. Fyrst fór töluverður tími í að spyrja Jón Ásgeir almennra spurninga sem allar snertu reglur eða regluleysi innan Baugs á viðskiptum fyrirtækisins við fjárfestingafélagið Gaum, sem er í eigu Baugsfjölskyldunnar. Að því loknu tók ríkissaksóknari að spyrja út í einstakar lánveitingar Baugs til Gaums. Spurningum vegna þriggja ákæruliða, 2.,3 og 4., lauk fyrir hádegi en þar er Jóni Ásgeir gefið að sök að hafa látið Baug veita Gaumi lán samtals að upphæð ríflega 112 milljónir króna þegar Baugur var hlutafélag. Saksóknari reynir að sanna að þarna hafi verið um ólögleg lán að ræða. Jón Ásgeir hélt því hins vegar fram í dómi í morgun að í öllum tilvikum hafi verið um eðlileg viðskiptalán að ræða, þar sem Gaumur tók á sig upphafsáhættu fyrir Baug í viðskiptum með ný félög. Samanlagt er um að ræða upphæðir á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir króna, þar sem hæsta upphæðin er 100 milljónir. Þegar vitnaleiðslum yfir Jóni Ásgeiri er lokið, verða aðrir sakborningar yfirheyrðir fyrir dómi og eftir það er komið af vitnum, sem verða um eitt hundrað. Baugsmálum er því langt í frá lokið. Fréttir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Diego er fundinn heill á húfi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Sjá meira
Hádegishlé er í aðalmeðferð í Baugsmálinu en hún hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með vitnisburði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Sérstakur ríkissaksóknari reiknar með að yfirheyra Jón Ásgeir í þrjá daga. Bæði verjendur og sækjendur lögðu fram ný gögn við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Verjendur lögðu fram öllu meiri gögn og lýsti Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur ríkissaksóknari, yfir að hann áskildi sér rétt til að kalla Jón Ásgeir aftur fyrir dóm vegna þeirra en ríkissaksóknari ætlar sér annars þrjá daga til að yfirheyra hann. Fyrst fór töluverður tími í að spyrja Jón Ásgeir almennra spurninga sem allar snertu reglur eða regluleysi innan Baugs á viðskiptum fyrirtækisins við fjárfestingafélagið Gaum, sem er í eigu Baugsfjölskyldunnar. Að því loknu tók ríkissaksóknari að spyrja út í einstakar lánveitingar Baugs til Gaums. Spurningum vegna þriggja ákæruliða, 2.,3 og 4., lauk fyrir hádegi en þar er Jóni Ásgeir gefið að sök að hafa látið Baug veita Gaumi lán samtals að upphæð ríflega 112 milljónir króna þegar Baugur var hlutafélag. Saksóknari reynir að sanna að þarna hafi verið um ólögleg lán að ræða. Jón Ásgeir hélt því hins vegar fram í dómi í morgun að í öllum tilvikum hafi verið um eðlileg viðskiptalán að ræða, þar sem Gaumur tók á sig upphafsáhættu fyrir Baug í viðskiptum með ný félög. Samanlagt er um að ræða upphæðir á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir króna, þar sem hæsta upphæðin er 100 milljónir. Þegar vitnaleiðslum yfir Jóni Ásgeiri er lokið, verða aðrir sakborningar yfirheyrðir fyrir dómi og eftir það er komið af vitnum, sem verða um eitt hundrað. Baugsmálum er því langt í frá lokið.
Fréttir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Diego er fundinn heill á húfi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Sjá meira