Viðskipti innlent

LÍ spáir 48,5 milljóna króna hagnaði hjá Marel

Marel birtir uppgjör sitt fyrir síðasta ár á morgun. Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi sínum í dag að félagið hafi tvöfaldast að vöxtum með yfirtökum í fyrra. Er gert ráð fyrir því að tekjur síðasta fjórðungs nemi 69 milljónum evra, jafnvirði 6,1 milljarða króna og verði hagnaður eftir skatta um 548 þúsund evrur, um 48,5 milljóna króna hagnaði.

Greiningardeildin segir ytri vöxt Marels mikinn í fyrra. Það hafi tímabundin neikvæð áhrif á undirliggjandi rekstur. Engu að síður sé gert ráð fyrir að yfirtökurnar skili umtalsverðum árangri sem komi í ljós á fyrri hluta næsta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×