Fótbolti

Arsenal án lykilmanna í Prag

Theo Walcott gæti fengið tækifæri gegn Slavia annað kvöld eftir frábæran leik í fyrri viðureign liðanna
Theo Walcott gæti fengið tækifæri gegn Slavia annað kvöld eftir frábæran leik í fyrri viðureign liðanna NordicPhotos/GettyImages

Leikmenn Arsenal eru nú farnir til Prag í Tékklandi þar sem þeir mæta Sparta í Meistaradeildinni annað kvöld. Arsene Wenger verður án nokkurra lykilmanna í leiknum annað kvöld.

Hann hefur þannig ákveðið að gefa þeim Cesc Fabregas og Alexander Hleb frí frá leiknum eftir mikið álag undanfarið, en þeir Tomas Rosicky og Kolo Toure fara ekki með liðinu vegna meiðsla. Toure er meiddur á kálfa og Rosicky fær ekki að fara til heimalandsins vegna baráttu sinnar við nárameiðsli.

Wenger hefur reyndar látið í veðri vaka að hann geri nokkrar breytingar á liði sínu frá leiknum við Manchester United um helgina, en Arsenal getur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar með hagstæðum úrslitum annað kvöld.

Þeir Theo Walcott og Eduardo koma vel til greina í byrjunarliðiði í framlínunni við hlið Emmanuel Adebayor, en þeir hafa átt lipra spretti með liðinu þegar þeir hafa fengið tækifæri. Arsenal verður líka að teljast sigurstranglegra í leiknum eftir að hafa hamrað Tékkana 7-0 í fyrri leiknum á dögunum.

Robin Van Persie og Philippe Senderos eru enn frá vegna meiðsla hjá Arsenal, en þeir ættu að geta komið aftur inn í hópinn á næstu tveimur vikum eða svo.

Hópur Arsenal: Almunia, Sagna, Song, Gallas, Clichy, Eboue, Flamini, Gilberto, Diaby, Adebayor, Walcott, Lehmann, Diarra, Eduardo, Denilson, Hoyte, Traore, Bendtner.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×