Bolton komið yfir gegn Arsenal

Kevin Nolan er búinn að koma Bolton yfir gegn Arsenal í ensku bikarkeppninni sem nú fer fram á Emirates-leikvanginum í London. Markið skoraði hann þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Mikið fjör er í leiknum sem verið er að sýna í beinni útsendingu á Sýn.