Miklar dægursveifur á fjármálamörkuðum 18. ágúst 2007 03:00 Mikill viðsnúningur varð á öllum fjármálamörkuðum í gær eftir að Bandaríski seðlabankinn lækkaði óvænt vexti af lánum, sem hann lánar til lánastofnana, niður í 5,75 prósent eða um hálft prósentustig. Þetta var tilraun bankans til að draga úr þrengingum á lánamörkuðum sem staðið hafa yfir í nær tvo mánuði. „Þessi ákvörðun Seðlabankans var klárlega jákvæð,“ segir Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræðingur hjá Kaupþingi. Hlutabréf í Kauphöll Íslands, sem annars staðar, tóku mikið stökk upp á við við tíðindin. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,94 prósent í gær og þarf að fara aftur til 23. febrúar á síðasta ári til að finna meiri dagshækkun. Veltan var mikil, um 26,1 milljarður króna. Markaðurinn náði hins vegar ekki að yfirvinna tap fimmtudagsins þegar markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöll féll um 118 milljarða króna. Ávinningur gærdagsins nam níutíu milljörðum. „Það er alveg ljóst að margir voru búnir að finna kauptækifæri en voru að bíða eftir réttu tímasetningunni til að koma inn af krafti á markaðinn. Einhverjir töldu greinilega að þarna væri rétti tímapunkturinn til að koma inn,“ segir Haraldur Yngvi. Hann telur of snemmt að meta það hvort þetta þýði að frekari hækkanir séu í uppsiglingu. Þá styrktist krónan um 0,79 prósent eftir mikinn lækkunarferil að undanförnu. Mest hækkaði hún gagnvart japanska jeninu. Gengisvísitalan endaði í 125,1 stigi en fór lægst niður í 123 stig. Exista leiddi hækkanir gærdagsins, enda hefur félagið fallið mest á undanförnum dögum og vikum. Gengi félagsins hækkaði um fimm prósent. Bréf Bakkavarar, Landsbankans, FL Group og Kaupþings hækkuðu um þrjú prósent eða meira. Nærri 12,6 milljarða króna velta var með bréf Straums-Burðaráss sem hækkaði um 2,9 prósent. Straumur seldi fimm prósent í sjálfum sér fyrir 10,2 milljarða króna. Viðskipti Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Sjá meira
Mikill viðsnúningur varð á öllum fjármálamörkuðum í gær eftir að Bandaríski seðlabankinn lækkaði óvænt vexti af lánum, sem hann lánar til lánastofnana, niður í 5,75 prósent eða um hálft prósentustig. Þetta var tilraun bankans til að draga úr þrengingum á lánamörkuðum sem staðið hafa yfir í nær tvo mánuði. „Þessi ákvörðun Seðlabankans var klárlega jákvæð,“ segir Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræðingur hjá Kaupþingi. Hlutabréf í Kauphöll Íslands, sem annars staðar, tóku mikið stökk upp á við við tíðindin. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,94 prósent í gær og þarf að fara aftur til 23. febrúar á síðasta ári til að finna meiri dagshækkun. Veltan var mikil, um 26,1 milljarður króna. Markaðurinn náði hins vegar ekki að yfirvinna tap fimmtudagsins þegar markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöll féll um 118 milljarða króna. Ávinningur gærdagsins nam níutíu milljörðum. „Það er alveg ljóst að margir voru búnir að finna kauptækifæri en voru að bíða eftir réttu tímasetningunni til að koma inn af krafti á markaðinn. Einhverjir töldu greinilega að þarna væri rétti tímapunkturinn til að koma inn,“ segir Haraldur Yngvi. Hann telur of snemmt að meta það hvort þetta þýði að frekari hækkanir séu í uppsiglingu. Þá styrktist krónan um 0,79 prósent eftir mikinn lækkunarferil að undanförnu. Mest hækkaði hún gagnvart japanska jeninu. Gengisvísitalan endaði í 125,1 stigi en fór lægst niður í 123 stig. Exista leiddi hækkanir gærdagsins, enda hefur félagið fallið mest á undanförnum dögum og vikum. Gengi félagsins hækkaði um fimm prósent. Bréf Bakkavarar, Landsbankans, FL Group og Kaupþings hækkuðu um þrjú prósent eða meira. Nærri 12,6 milljarða króna velta var með bréf Straums-Burðaráss sem hækkaði um 2,9 prósent. Straumur seldi fimm prósent í sjálfum sér fyrir 10,2 milljarða króna.
Viðskipti Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Sjá meira