Rætt við sendiherra Rússa 18. ágúst 2007 05:45 Vladímír Pútín, Rússlandsforseti Rússneskar sprengjuflugvélar flugu þrisvar sinnum inn á loftvarnarsvæði Íslands við austurströnd landsins aðfararnótt föstudagins og í gærmorgun. Gera má ráð fyrir að sprengjuvélarnar hafi verið sex talsins því í hverju flugi eru yfirleitt tvær vélar. „Sprengjuflugvélarnar flugu í hálfhring framhjá landinu og var fylgst með þeim á ratsjám," segir Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. Hún segir að eftirlitið með sprengjuvélunum hafi verið skólabókardæmi um hvernig íslenska loftvarnarkerfið virki. Kristrún segir að ekki sé hægt að svara því að svo stöddu hvort vélarnar hafi farið inn í lofthelgi Íslands. Mikil samskipti voru á milli stjórnstöðva Atlantshafsbandalagsins í Noregi, Bretlandi og Íslandi meðan á flugi sprengjuvélanna stóð. Breskar og norskar orrustuþotur flugu í veg fyrir rússnesku sprengjuvélarnar og fylgdu þeim eftir þar til þær flugu út af loftvarnarsvæði Atlantshafsbandalagsins. Kristrún segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra muni fá skýrslu um málið og líklega bregðast við því í dag. Kristrún segir að rætt verði við sendiherra Rússlands á Íslandi vegna málsins. Flug rússnesku sprengjuvélanna inn á loftvarnarsvæði Íslands var liður í efirlitsferðum sem rússneski flugherinn mun fara í reglulega hér eftir til ýmissa svæða í heiminum. Vladímír Pútín Rússlandsforseti greindi frá því í gær að Rússar ætluðu að hefja eftirlitsferðirnar á ný en þeir hættu þeim eftir að kalda stríðinu lauk. Pútín segir að aðrar þjóðir hafi ekki hætt þeim og að það ógni öryggi Rússlands. Forsetinn sagði einnig frá því að fjórtán rússneskar sprengjuflugvélar hefðu farið í slíkar eftirlitsferðir í gær yfir Atlants-, Kyrra- og Norður-Íshafið. Reikna má með að rússnesku sprengjuvélarnar sem flugu framhjá Íslandi hafi verið að taka þátt í þeim. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Sjá meira
Rússneskar sprengjuflugvélar flugu þrisvar sinnum inn á loftvarnarsvæði Íslands við austurströnd landsins aðfararnótt föstudagins og í gærmorgun. Gera má ráð fyrir að sprengjuvélarnar hafi verið sex talsins því í hverju flugi eru yfirleitt tvær vélar. „Sprengjuflugvélarnar flugu í hálfhring framhjá landinu og var fylgst með þeim á ratsjám," segir Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. Hún segir að eftirlitið með sprengjuvélunum hafi verið skólabókardæmi um hvernig íslenska loftvarnarkerfið virki. Kristrún segir að ekki sé hægt að svara því að svo stöddu hvort vélarnar hafi farið inn í lofthelgi Íslands. Mikil samskipti voru á milli stjórnstöðva Atlantshafsbandalagsins í Noregi, Bretlandi og Íslandi meðan á flugi sprengjuvélanna stóð. Breskar og norskar orrustuþotur flugu í veg fyrir rússnesku sprengjuvélarnar og fylgdu þeim eftir þar til þær flugu út af loftvarnarsvæði Atlantshafsbandalagsins. Kristrún segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra muni fá skýrslu um málið og líklega bregðast við því í dag. Kristrún segir að rætt verði við sendiherra Rússlands á Íslandi vegna málsins. Flug rússnesku sprengjuvélanna inn á loftvarnarsvæði Íslands var liður í efirlitsferðum sem rússneski flugherinn mun fara í reglulega hér eftir til ýmissa svæða í heiminum. Vladímír Pútín Rússlandsforseti greindi frá því í gær að Rússar ætluðu að hefja eftirlitsferðirnar á ný en þeir hættu þeim eftir að kalda stríðinu lauk. Pútín segir að aðrar þjóðir hafi ekki hætt þeim og að það ógni öryggi Rússlands. Forsetinn sagði einnig frá því að fjórtán rússneskar sprengjuflugvélar hefðu farið í slíkar eftirlitsferðir í gær yfir Atlants-, Kyrra- og Norður-Íshafið. Reikna má með að rússnesku sprengjuvélarnar sem flugu framhjá Íslandi hafi verið að taka þátt í þeim.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Sjá meira