Menning

Ingmar Bergman jarðsettur

Sænski kvikmyndagerðamaðurinn Ingmar Bergman var jarðsettur í dag á eyjunni Faro í Eystrasalti þar sem hann bjó. Athöfnin var látlaus og fámenn með einungis nánustu ættingjum og vinum viðstöddum. Bergmann lést í svefni á heimili sínu þann 30 júlí, 89 ára að aldri.

Bergman var einn af áhrifaríkustu kvikmyndaleikstjórnum í heimi. Ferill hans spannaði 60 ár. Meðal þekktustu mynda hans eru Cries & Whispers, The Seventh Seal og Wild Strawberries. Hann var níu sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna sem leikstjóri og þrjár mynda hans hrepptu Óskarinn sem besta erlenda myndin.

Bergman kvæntist fimm sinnum og lætur eftir sig átta börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.