Innlent

Hallgrímspassía frumflutt annað kvöld

Hallgrímspassía, eftir Sigurð Sævarsson verður frumflutt í Hallgrímskirkju annað kvöld, á föstudaginn langa, en verkið er byggt á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.

Verkið er þriðja óratórían sem byggð er á Passíusálmunum og flutt er í Hallgrímskirkju, en hinar tvær eru eftir Atla Heimi Sveinsson. Þetta nýja verk er skifað fyrir bassasöngvara, sem er sögumaðurinn Hallgrímur, en þess má geta að bróðir tónskáldsins Jóhann Smári Sævarsson fer með hlutverk hans.

Það er Hörður Áskelsson sem stjórnar verkinu, en auk Jóhanns Sævars annast kammerkórinn Schola Cantorum flutning verksins, ásamt einsöngvurum úr röðum kórfélaga og Caput kammerhópurinn leikur undir.

Því má bæta við að nú stendur yfir sýning í Hallgrímskirkju á verkum Einars Jónssonar myndhöggvara, sem bjó sér einmitt stað fyrir sig og list sína við hlið Hallgrímskirkju. Yfirskrift sýningarinnar er: En þegar vorar aftur, upp gengur sólin skær, sem einmitt er sótt í sálm eftir Hallgrím Pétursson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×