Fjárfestingarsjóðir í BNA greiða minna 30. maí 2007 00:01 Eignarhald stjórnenda í almenningshlutafélögum hefur áhrif á hegðun þeirra við yfirtökur á öðrum félögum. Fjárfestar í fyrirtækjum sem eru álitleg til yfirtöku ættu að vonast eftir að yfirtökufélagið sé almenningshlutafélag en ekki fjárfestingarsjóður í einkaeigu (private equity fund). Í nýlegri rannsókn fjögurra bandarískra prófessora í fjármálafræðum, sem International Herald-Tribune greinir frá, kemur fram að almenningshlutafélög eru mun líklegri til að borga hærra yfirtökuverð en fjárfestingasjóðir. Rannsóknin nær til áranna 1990-2005 þar sem 1.292 kaupsamningar á skráðum bandarískum fyrirtækjum voru skoðaðir og greiðsla var í reiðufé. Í 32 prósentum tilvika voru einkafjárfestar á ferðinni en almenningshlutafélög í 68 prósentum tilfella. Meginniðurstaðan er sú að hluthafar í yfirteknu fyrirtækjum fengu 55 prósentum hærra verð þegar almenningshlutafélög tóku þau yfir en fjárfestingarsjóðir. Þar með er sagan ekki nema hálfnuð. Rannsókn prófessoranna sýndi fram á að sterk tengsl væru á milli eignarhalds stjórnenda í almenningshlutafélögum og hversu hátt yfirverð væri greitt hverju sinni. Þegar undanskilin voru yfirtökufélög þar sem stjórnendur áttu minna en fimmtung hlutafjár var enginn sýnilegur munur á yfirtökuverði fjárfestingarsjóða og almenningshlutafélaga. En af hverju hefur eignarhald stjórnenda eitthvað að segja um það yfirtökuverð sem í boði er? Prófessorarnir benda á að fyrirtækjastjórnendur sem eiga lítinn hlut í þeim fyrirtækjum sem þeir fara fyrir séu líklegri til að hafa önnur markmið í huga en að hámarka langtímaarðsemi hluthafa. Þar er líklegra að hégómleg markmið á borð við uppbyggingu risafyrirtækja ráði för. Því ættu eigendur fyrirtækja sem boðið hefur verið í að íhuga alvarlega að selja bréf sín þegar almenningshlutafélag vill taka það yfir – að því gefnu að stjórnendur ráði yfir litlum hlut hlutafjár. Með því að selja eru fjárfestar búnir að tryggja sig ef yfirtökuáformin detta upp fyrir. Hægt er að finna útdrátt á slóðinni www.nber.org/papers/w13061 Héðan og þaðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fjárfestar í fyrirtækjum sem eru álitleg til yfirtöku ættu að vonast eftir að yfirtökufélagið sé almenningshlutafélag en ekki fjárfestingarsjóður í einkaeigu (private equity fund). Í nýlegri rannsókn fjögurra bandarískra prófessora í fjármálafræðum, sem International Herald-Tribune greinir frá, kemur fram að almenningshlutafélög eru mun líklegri til að borga hærra yfirtökuverð en fjárfestingasjóðir. Rannsóknin nær til áranna 1990-2005 þar sem 1.292 kaupsamningar á skráðum bandarískum fyrirtækjum voru skoðaðir og greiðsla var í reiðufé. Í 32 prósentum tilvika voru einkafjárfestar á ferðinni en almenningshlutafélög í 68 prósentum tilfella. Meginniðurstaðan er sú að hluthafar í yfirteknu fyrirtækjum fengu 55 prósentum hærra verð þegar almenningshlutafélög tóku þau yfir en fjárfestingarsjóðir. Þar með er sagan ekki nema hálfnuð. Rannsókn prófessoranna sýndi fram á að sterk tengsl væru á milli eignarhalds stjórnenda í almenningshlutafélögum og hversu hátt yfirverð væri greitt hverju sinni. Þegar undanskilin voru yfirtökufélög þar sem stjórnendur áttu minna en fimmtung hlutafjár var enginn sýnilegur munur á yfirtökuverði fjárfestingarsjóða og almenningshlutafélaga. En af hverju hefur eignarhald stjórnenda eitthvað að segja um það yfirtökuverð sem í boði er? Prófessorarnir benda á að fyrirtækjastjórnendur sem eiga lítinn hlut í þeim fyrirtækjum sem þeir fara fyrir séu líklegri til að hafa önnur markmið í huga en að hámarka langtímaarðsemi hluthafa. Þar er líklegra að hégómleg markmið á borð við uppbyggingu risafyrirtækja ráði för. Því ættu eigendur fyrirtækja sem boðið hefur verið í að íhuga alvarlega að selja bréf sín þegar almenningshlutafélag vill taka það yfir – að því gefnu að stjórnendur ráði yfir litlum hlut hlutafjár. Með því að selja eru fjárfestar búnir að tryggja sig ef yfirtökuáformin detta upp fyrir. Hægt er að finna útdrátt á slóðinni www.nber.org/papers/w13061
Héðan og þaðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira