Low tekur eitt skref til baka 23. mars 2007 09:00 Hljómsveitin Low er án efa með áhrifamestu hljómsveitum samtímans. Mikil virðing er borin fyrir sveitinni og fáir efast um tónlistarlega hæfileika hennar. Íslandsvinirnir í hinni ótrúlega áhrifamiklu hljómsveit Low eru nýbúnir að senda frá sér sína áttundu plötu. Steinþór Helgi Arnsteinsson lagði við hlustir. Hljómsveitin Low var stofnuð í hinum kuldalega bæ Duluth í Minnesota (fæðingarbæ Bob Dylan) árið 1993 og var í fyrstu hálfgerður húmor gegn sveittu rokki gruggarana. Sveitin vakti hins vegar fljótt athygli enda var hægfara (slowcore) tónlist hennar gríðarlega vel samin og bar með sér blæ sem fáir höfðu heyrt í áður. Alan Sparhawk, gítarleikari og söngvari sveitarinnar, hefur reyndar alltaf sagst líka illa við að láta kenna sig við slowcore-stefnuna. Honum líki betur við þegar tónlist Low er sögð mínímalísk. Lengst af skipuðu Low, ásamt Alan, þau Mimi Parker (kona Alans), sem söng og barði húðir, yfirleitt ekki meira en ein gólf tom-tromma og einn symball, og bassaleikarinn Zak Sally.Nýr bassaleikariZak hætti hins vegar í hljómsveitinni í fyrra enda hafði hann ætíð staðið í skugga þeirra Alans og Mimi. Aðdáendur sveitarinnar höfðu reyndar fyrir nokkru síðan tekið eftir því að samstarfið var orðið brösugt og uggur var greinilega innan bandsins. Á nýju plötunni, Drums and Guns, má því finna nýjan bassaleikara, Matt Livingston, sem skilar sínu bara nokkuð vel, til dæmis í Always Fade, Hatchet og sérstaklega í laginu Belarus sem er með betri lögum plötunnar.Platan heldur áfram á þeirri braut sem sveitin tók að stíga á þarsíðustu plötu, Trust. Þar kvað við nokkuð rokkaðri tón, sem er reyndar nokkuð þversagnakennt í ljósi þess að Steve Albini hafði séð um upptökustjórn á nokkrum af fyrri plötum Low en Steve þessi er þekktari fyrir að vinna með mun hávaðasamari hljómsveitum.Eitt skref aftur á bakSíðasta plata Low, The Great Destroyer, var þannig það langrokkaðasta sem nokkru sinni hefur heyrst frá sveitinni, afskræmdir gítartónar flæddu og mun fjölbreyttari hljóðfæranotkun heyrðist. Á Drums and Guns tekur Low síðan eitt skref tilbaka og líklegast eitt skref til hliðar. Yfirbragðið er rólegra en á The Great Destroyer og mun rafkenndara. Alvarleikinn svífur þó enn yfir vötnum enda hafa textar Low oft borið með sér ádeilublæ. Lagaheitin Violent Past, Sandinista og Murderer segja kannski alla söguna.Textarnir halda þó áfram að vera nokkuð abstrakt og óræðir þó létt sé að skilja meininguna í sjálfu sér. Jafnvel má skynja í einu laginu smá skot á gamla bassaleikarann, Zak. "Lets bury the hatchet/like the Beatles and the Stones."Annað planPlatan öll sem slík er síðan stórfín og í raun magnað hversu vel hljómsveitin stendur sig þrátt fyrir langan feril. Hljómsveitin heldur enn fast í mínímalísku útsetningarnar sem eru þó á allt öðru plani en áður; minna er um gítar, djúpi og hægi trommuslátturinn er mun vélrænni og rafhljóð eru nokkuð notuð. Söngur Mimi er samt nokkuð sem ég sakna enda afburðasöngkona sem hefur oftar en ekki fært yfir mann kyrrð og ró. Alan hefur verið að færa sig upp á skaftið og er á þessari plötu mun meira áberandi en Mimi, sem er reyndar áberandi góð. Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Íslandsvinirnir í hinni ótrúlega áhrifamiklu hljómsveit Low eru nýbúnir að senda frá sér sína áttundu plötu. Steinþór Helgi Arnsteinsson lagði við hlustir. Hljómsveitin Low var stofnuð í hinum kuldalega bæ Duluth í Minnesota (fæðingarbæ Bob Dylan) árið 1993 og var í fyrstu hálfgerður húmor gegn sveittu rokki gruggarana. Sveitin vakti hins vegar fljótt athygli enda var hægfara (slowcore) tónlist hennar gríðarlega vel samin og bar með sér blæ sem fáir höfðu heyrt í áður. Alan Sparhawk, gítarleikari og söngvari sveitarinnar, hefur reyndar alltaf sagst líka illa við að láta kenna sig við slowcore-stefnuna. Honum líki betur við þegar tónlist Low er sögð mínímalísk. Lengst af skipuðu Low, ásamt Alan, þau Mimi Parker (kona Alans), sem söng og barði húðir, yfirleitt ekki meira en ein gólf tom-tromma og einn symball, og bassaleikarinn Zak Sally.Nýr bassaleikariZak hætti hins vegar í hljómsveitinni í fyrra enda hafði hann ætíð staðið í skugga þeirra Alans og Mimi. Aðdáendur sveitarinnar höfðu reyndar fyrir nokkru síðan tekið eftir því að samstarfið var orðið brösugt og uggur var greinilega innan bandsins. Á nýju plötunni, Drums and Guns, má því finna nýjan bassaleikara, Matt Livingston, sem skilar sínu bara nokkuð vel, til dæmis í Always Fade, Hatchet og sérstaklega í laginu Belarus sem er með betri lögum plötunnar.Platan heldur áfram á þeirri braut sem sveitin tók að stíga á þarsíðustu plötu, Trust. Þar kvað við nokkuð rokkaðri tón, sem er reyndar nokkuð þversagnakennt í ljósi þess að Steve Albini hafði séð um upptökustjórn á nokkrum af fyrri plötum Low en Steve þessi er þekktari fyrir að vinna með mun hávaðasamari hljómsveitum.Eitt skref aftur á bakSíðasta plata Low, The Great Destroyer, var þannig það langrokkaðasta sem nokkru sinni hefur heyrst frá sveitinni, afskræmdir gítartónar flæddu og mun fjölbreyttari hljóðfæranotkun heyrðist. Á Drums and Guns tekur Low síðan eitt skref tilbaka og líklegast eitt skref til hliðar. Yfirbragðið er rólegra en á The Great Destroyer og mun rafkenndara. Alvarleikinn svífur þó enn yfir vötnum enda hafa textar Low oft borið með sér ádeilublæ. Lagaheitin Violent Past, Sandinista og Murderer segja kannski alla söguna.Textarnir halda þó áfram að vera nokkuð abstrakt og óræðir þó létt sé að skilja meininguna í sjálfu sér. Jafnvel má skynja í einu laginu smá skot á gamla bassaleikarann, Zak. "Lets bury the hatchet/like the Beatles and the Stones."Annað planPlatan öll sem slík er síðan stórfín og í raun magnað hversu vel hljómsveitin stendur sig þrátt fyrir langan feril. Hljómsveitin heldur enn fast í mínímalísku útsetningarnar sem eru þó á allt öðru plani en áður; minna er um gítar, djúpi og hægi trommuslátturinn er mun vélrænni og rafhljóð eru nokkuð notuð. Söngur Mimi er samt nokkuð sem ég sakna enda afburðasöngkona sem hefur oftar en ekki fært yfir mann kyrrð og ró. Alan hefur verið að færa sig upp á skaftið og er á þessari plötu mun meira áberandi en Mimi, sem er reyndar áberandi góð.
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira