Innlent

Vorhátíð og sumarskráning KFUM-og K

Frá sumarbúðum KFUK.
Frá sumarbúðum KFUK.

Vorhátíð KFUM og KFUK verður haldin á morgun í höfuðstöðvum félaganna að Holtavegi. Þá hefst líka skráning fyrir sumarbúðir. Í fyrra tóku rúmlega þrjú þúsund börn þátt í sumarstarfinu, en það er 30 prósent á tveimur árum. Vinsælustu flokkarnir fyllast á fyrstu klukkutímunum, segir í tilkynningu frá KFUM og KFUK. Búist er við að met verði slegið í sumarbúnaðaskráningu.

Nú reka félögin fimm sumarbúðir og boðið verður upp á 52 dvalarflokka. Sumarbúðirnar eru í Vatnaskógi, Kaldárseli, Vindáshlíð, Ölveri og að Hólavatni. Ævintýranámskeið verða haldin í höfuðstöðvunum og í Hjallakirkju í Kópavogi.

Á hátíðinni á morgun koma meðal annars fram trúðarnir Barbara og Úlfar ásamt Jóni Víðis töframanni. Fjölmargir þátttakendur munu sýna leikþætti, dans og söngatriði. Hátíðin hefst klukkan 13 á morgun, en nánari upplýsingar er að finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×