Innlent

Samráð borgarinnar við íbúa vekur athygli

Ellý Katrín Guðmundsdóttir í ræðupúlti ráðstefnunnar.
Ellý Katrín Guðmundsdóttir í ræðupúlti ráðstefnunnar. MYND/Umhverfissvið

Íbúasamráð í framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar vakti athygli á evrópskri ráðstefnu um sjálfbæra þróun á Sevilla á Spáni í gær. Um 1500 aðilar frá 40 löndum taka þátt í ráðstefnunni.

Ellý Katrín Guðmundsdóttir sviðsstjóri Umhverfissviðs flutti erindi á ráðstefnunni. Þar fjallaði hún um þátttöku íbúa í umhverfismálum. Um 100 hagsmunaaðilar tóku þátt í samráðinu og blásið var til íbúasamráðs á Netinu. Yfir 500 gagnlegar ábendingar bárust. Þær munu koma til framkvæmda næsta áratuginn. Fullsetið var á erindi Ellýjar.

Framkvæmdaáætlunin, Reykjavík í mótun, stuðlar að því að hugsun íbúa endurspeglist í mannlífi og umhverfi þar sem gott er að búa.

Í tilkynningu segir að lykilþættir Reykjavíkur í mótun eru meðal annars þeir að draga úr mengun, stuðla að endurvinnslu og endurnýtingu sorps. Starfsemi borgarinnar taki mið af samþættingu umhverfis, heilbrigðis og velferðar íbúa. Og að borgin verði til fyrirmyndar á öllum sviðum sem tengjast gæðum umhverfisins.

Þá segir að Reykjavík búi við mikla hagsæld sem veiti borginni tækifæri til að vera góð fyrirmynd. Því sé skylda að deila því sem vel gengur með öðrum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×