Hagnaður LSE jókst um rúman helming milli ára 9. janúar 2007 09:21 Kauphöll Lundúna í Bretlandi. Mynd/AFP Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) skilaði 44,2 milljónum punda í hagnað á fjórða og síðasta fjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6 milljörðum íslenskra króna og 12 prósenta hækkun frá sama tíma ári fyrr. Gripið var til ákvörðunarinnar að birta afkomutölurnar til að hindra óvinveitta yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. Þá námu tekjur markaðarins á fyrstu níu mánuðum síðasta árs 253,2 milljónum punda eða 34,6 milljörðum íslenskra króna sem er 20 prósenta hækkun á milli ára. Hagnaður jókst á sama tíma um 53 prósent frá fyrra ári. Nasdaq hefur nokkrum sinnum gert yfirtökutilboð í LSE en stjórn markaðarins hefur ætíð fellt það á þeim forsendum að það endurspegli ekki raunverulegt virði hans og sýni framtíðarhorfurnar ekki í réttu ljósi. Stjórn Nasdaq lýsti því hins vegar yfir í gær að framtíðin væri dekkri fyrir LSE en vonir standi til þar sem nýr hlutabréfamarkaður, sem sjö fjárfestingasjóðir standa á bak við, mun verða stofnaður innan skamms í Evrópu. Nasdaq hefur tryggt sér tæplega 29 prósenta hlut í LSE frá miðju síðasta ári og hefur gert hluthöfum tilboð í alla útistandandi hluti. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða tæpa 370 milljarða íslenskra króna. Markaðurinn hefur ekki í hyggju að hækka það frekar og sagði í gær, að nokkrir stórir hluthafar hefðu þegar samþykkt að ganga að því. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) skilaði 44,2 milljónum punda í hagnað á fjórða og síðasta fjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6 milljörðum íslenskra króna og 12 prósenta hækkun frá sama tíma ári fyrr. Gripið var til ákvörðunarinnar að birta afkomutölurnar til að hindra óvinveitta yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. Þá námu tekjur markaðarins á fyrstu níu mánuðum síðasta árs 253,2 milljónum punda eða 34,6 milljörðum íslenskra króna sem er 20 prósenta hækkun á milli ára. Hagnaður jókst á sama tíma um 53 prósent frá fyrra ári. Nasdaq hefur nokkrum sinnum gert yfirtökutilboð í LSE en stjórn markaðarins hefur ætíð fellt það á þeim forsendum að það endurspegli ekki raunverulegt virði hans og sýni framtíðarhorfurnar ekki í réttu ljósi. Stjórn Nasdaq lýsti því hins vegar yfir í gær að framtíðin væri dekkri fyrir LSE en vonir standi til þar sem nýr hlutabréfamarkaður, sem sjö fjárfestingasjóðir standa á bak við, mun verða stofnaður innan skamms í Evrópu. Nasdaq hefur tryggt sér tæplega 29 prósenta hlut í LSE frá miðju síðasta ári og hefur gert hluthöfum tilboð í alla útistandandi hluti. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða tæpa 370 milljarða íslenskra króna. Markaðurinn hefur ekki í hyggju að hækka það frekar og sagði í gær, að nokkrir stórir hluthafar hefðu þegar samþykkt að ganga að því.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira