Innlent

Vestfirðingum fækkaði fyrri hluta 2006

39 fleiri fluttu frá Vestfjörðum en settust þar að á fyrri helmingi 2006
39 fleiri fluttu frá Vestfjörðum en settust þar að á fyrri helmingi 2006
Alls fluttust 202 einstaklingar frá Vestfjörðum fyrstu 6 mánuði ársins 2006 en 163 fluttu til landsfjórðungsins á sama tíma. Fækkunin er 39 manns. Flestir fluttust til höfuðborgarsvæðisins, eða 123. Næst flestir fluttust á Vesturland, eða 27 einstaklingar. 16 manns fluttust á Suðurland, 15 fluttust á Suðurnes, 12 fluttust til útlanda, sex fluttust til Norðurlands eystra, tveir fluttust á Austurland og einn til Norðurlands vestra. Á sama tíma fluttust 163 til Vestfjarða. Flestir komu af höfuðborgarsvæðinu eða 59 einstaklingar. Næstflestir komu frá útlöndum eða 57 talsins. 19 manns fluttu á Vestfirði frá Vesturlandi, 8 manns frá Norðurlandi eystra, 7 manns frá Suðurlandi, 6 frá Suðurnesjum, fimm frá Norðurlandi vestra, og tveir frá Austurlandi.

Tölurnar hér að ofan eru frá Hagstofu Íslands og miða við tímabilið janúar-júní 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×