Í tilkynningu á vef RSÍ segir að fyrirtækin fimm séu Leikfélag Reykjavíkur, Ríkisútvarpið, Sýn, Síminn og Míla.
Samningurinn verði kynntur hjá umræddum fyrirtækjunum á allra næstu dögum en hann megi í heild lesa hér.

Atkvæðagreiðsla um samninginn hefjist á mínum síðum þriðjudaginn 17. desember klukkan 12. Atkvæðagreiðslunni ljúki á hádegi á Þorláksmessu, mánudaginn 23. desember.