Afrakstur Íslandsferðar DiCaprio kemur fyrir augu heimsbyggðarinnar 4. apríl 2007 09:15 DiCaprio og Knútur taka sig vel út á forsíðu Vanity Fair Myndir frá Íslandsferð Leonardo DiCaprio eru komnar á netið en þær verða á næstu forsíðu Vanity Fair. Við hlið DiCaprio er sjálfur ísbjarnarunginn Knútur. Leonardo DiCaprio er vígalegur á forsíðu nýjasta heftis Vanity Fair en þar stendur hann á ísjaka úti á miðju Jökulsárlóni á mannbroddum með ísbjarnarunga sér við hlið. Er þar enginn annar en sjálfur Knútur á ferðinni en sá stutti er sennilega frægasti ísbjörn í heimi og er vistaður í Dýragarðinum í Berlín. Ljósmyndarinn Annie Leibowitz tók myndirnar en hún fór sérferð til Þýskalands til að smella myndum af ísbirninum. Á vefsíðu tímaritsins má síðan sjá myndir frá tökunum en spurningin er síðan hvor vekur meiri athygli, Knútur eða DiCaprio? Áætlað er að tölublaðið komi í bókabúðir í kringum 10. apríl. Þá mun afþreyingarþátturinn Inside sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Sirkus einnig fjalla um Íslandsferð DiCaprio á fimmtudaginn. „Við vorum nú reyndar bara með gervi-ísbjörn sem við settum í staðinn,“ segir Finnur Jóhannsson, framleiðandi hjá True North sem hafði veg og vanda af tökunum. „Upphaflega stóð reyndar til að fá sjálfan Knút til landsins en þegar á hólminn á kominn reyndist húnninn ekki hæfur til flugs,“ útskýrir Finnur sem vildi ómöglega gefa upp hvað myndatakan kostaði.Finnur vildi ekki gefa upp verðið á myndatökunni en sagði hana hafa kostað sitt.„Það er trúnaðarmál en ég get þó upplýst að hún kostaði sitt,“ segir Finnur sem ber DiCaprio vel söguna þótt hann öfundi leikarann lítið af sinni stöðu. „Ég held að það sé mjög erfitt að vera svona súperstjarna,“ segir Finnur. Vanity Fair er að þessu sinni tileinkað umhverfismálum. Yfir forsíðuna er skrifað stórum stöfum „Green Issue“ eða „Grænt tölublað“, DiCaprio hefur verið öflugur talsmaður umhverfisverndar en meðal annarra sem prýða síður blaðsins má nefna Julia Louis Dreyfuss og Robert Redford. Eins og Fréttablaðið greindi frá kom DiCaprio í stutta dagsferð í byrjun mars til að taka þessar myndir ásamt fríðu föruneyti, meðal annars unnustu sinni Bar Rafaeli sem hann hyggst nú kvænast samkvæmt fréttamiðlum beggja vegna Atlantshafsins. „Ætli hann hafi ekki fengið hugmyndina hérna á Íslandi, erum við Íslendingar ekki hamingjusamasta þjóð í heimi?“ segir Finnur og hlær en bætir við að þeim hafi þó ekki verið boðið í brúðkaupsveisluna. Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Myndir frá Íslandsferð Leonardo DiCaprio eru komnar á netið en þær verða á næstu forsíðu Vanity Fair. Við hlið DiCaprio er sjálfur ísbjarnarunginn Knútur. Leonardo DiCaprio er vígalegur á forsíðu nýjasta heftis Vanity Fair en þar stendur hann á ísjaka úti á miðju Jökulsárlóni á mannbroddum með ísbjarnarunga sér við hlið. Er þar enginn annar en sjálfur Knútur á ferðinni en sá stutti er sennilega frægasti ísbjörn í heimi og er vistaður í Dýragarðinum í Berlín. Ljósmyndarinn Annie Leibowitz tók myndirnar en hún fór sérferð til Þýskalands til að smella myndum af ísbirninum. Á vefsíðu tímaritsins má síðan sjá myndir frá tökunum en spurningin er síðan hvor vekur meiri athygli, Knútur eða DiCaprio? Áætlað er að tölublaðið komi í bókabúðir í kringum 10. apríl. Þá mun afþreyingarþátturinn Inside sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Sirkus einnig fjalla um Íslandsferð DiCaprio á fimmtudaginn. „Við vorum nú reyndar bara með gervi-ísbjörn sem við settum í staðinn,“ segir Finnur Jóhannsson, framleiðandi hjá True North sem hafði veg og vanda af tökunum. „Upphaflega stóð reyndar til að fá sjálfan Knút til landsins en þegar á hólminn á kominn reyndist húnninn ekki hæfur til flugs,“ útskýrir Finnur sem vildi ómöglega gefa upp hvað myndatakan kostaði.Finnur vildi ekki gefa upp verðið á myndatökunni en sagði hana hafa kostað sitt.„Það er trúnaðarmál en ég get þó upplýst að hún kostaði sitt,“ segir Finnur sem ber DiCaprio vel söguna þótt hann öfundi leikarann lítið af sinni stöðu. „Ég held að það sé mjög erfitt að vera svona súperstjarna,“ segir Finnur. Vanity Fair er að þessu sinni tileinkað umhverfismálum. Yfir forsíðuna er skrifað stórum stöfum „Green Issue“ eða „Grænt tölublað“, DiCaprio hefur verið öflugur talsmaður umhverfisverndar en meðal annarra sem prýða síður blaðsins má nefna Julia Louis Dreyfuss og Robert Redford. Eins og Fréttablaðið greindi frá kom DiCaprio í stutta dagsferð í byrjun mars til að taka þessar myndir ásamt fríðu föruneyti, meðal annars unnustu sinni Bar Rafaeli sem hann hyggst nú kvænast samkvæmt fréttamiðlum beggja vegna Atlantshafsins. „Ætli hann hafi ekki fengið hugmyndina hérna á Íslandi, erum við Íslendingar ekki hamingjusamasta þjóð í heimi?“ segir Finnur og hlær en bætir við að þeim hafi þó ekki verið boðið í brúðkaupsveisluna.
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira