Fótbolti

Ferguson: Við verðum að skora á útivelli

Rooney hefur ekki náð að skora í Meistaradeildinni síðan í fyrsta leiknum sínum árið 2004
Rooney hefur ekki náð að skora í Meistaradeildinni síðan í fyrsta leiknum sínum árið 2004 NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson segir að hans menn í Manchester United verði nauðsynlega að ná að skora á útivelli í kvöld þegar þeir mæta Roma í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Róm.

"Við verðum að skora því markalaust jafntefli er hættuleg staða fyrir síðari leikinn. Lyon var betra liðið í Róm í fyrri leiknum í 16-liða úrslitunum, en allir sáu hvað gerðist í Frakklandi," sagði Ferguson, en liðin mætast í fyrsta skipti í Evrópukeppninni í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18:30.

United hefur gengið fremur illa að skora í Meistaradeildinni í vetur þrátt fyrir að hafa skorað grimmti í ensku úrvalsdeildinni. Ferguson segist ekki hafa áhyggjur af mönnum eins og Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo, þó þeir hafi lítið skorað. Rooney hefur ekki skorað í Evrópuleik síðan hann skoraði þrennu í fyrsta Evrópuleiknum sínum árið 2004 og Ronaldo hefur enn ekki skoraði í Meistaradeildinni í ár - þó hann hafi raðað inn mörkum í úrvalsdeildinni.

"Ég skil ekki af hverju þeim gengur illa að skora í Evrópu, því þeir eru báðir að leika vel. Wayne hefur verið frábær undanfarið og Ronaldo er að mínu mati besti knattspyrnumaður heims í dag," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×