Skoða verður óvenju mikla íbúafjölgun í Hafnarfirði í marsmánuði 4. apríl 2007 12:04 MYND/GVA Íbúafjölgun í Hafnarfirði í marsmánuði var sjötíu prósentum meiri en í mánuðunum á undan og munar um 130 manns. Formaður Hags Hafnarfjarðar segir að bæjaryfirvöld verði að skoða betur hvað þarna gerðist. Samtökin ætla að ákveða síðar í dag hvort álverskosningin verður kærð.Aðeins munaði 88 atkvæðum á milli fylkinga í kosningunni um stækkun álversins í Straumsvík um síðustu helgi. Formaður samtakanna sem studdu stækkun, Ingi B. Rútsson, segir það rangt að orðrómur um kosningasvindl sé frá þeim kominn en tölur um fjölgun íbúa í marsmánuði kalli hins vegar á að þetta verði skoðað nánar.Tæplega 40 prósentum fleiri hafi skráð búsetu sína í Hafnarfirði í marsmánuði en á undanförnum tólf mánuðum að meðaltali. Ef tekið sé mið af janúar og febrúar þá hafi um 130 fleiri verið skráðir í Hafnarfjörð í mars. Það sé töluvert stökk á milli mánaða og um það bil 70 prósenta fjölgun frá fyrri mánuðum.Ingi kveðst ekkert vilja fullyrða um hvað sé að baki þessari fjölgun en mikill orðrómur sé í gangi um að menn hafi gagngert flutt heimili sitt vegna kosningarinnar. Ástæða sé til að skoða þetta nánar og sér finnist að bæjaryfirvöld ættu að gera það. Þau hafi aðstöðu til þess en samtökin Hagur Hafnarfjarðar hafi ekki aðgang að persónulegum upplýsingum til að sjá hvað standi þarna að baki.Hagur Hafnarfjarðar hyggst funda um málið síðar í dag og segir Ingi að þar verði væntanlega tekin ákvörðun um framhaldið.Lúðvík Geirsson bæjarstjóri sagði í fréttaviðtölum í fyrradag að ekkert óeðlilegt hefði verið við fjölgun bæjarbúa í aðdraganda kosningarinnar.Ingi B. Rútsson segir hins vegar ekki hægt að afgreiða þetta án þess að hafa fullgild rök og sér finnist engin rök hafa komið fram í málinu nema þá frekar á þann veg að þetta eigi við einhver rök að styðjast því þessi íbúafjölgun sé meiri heldur en að öllu jöfnu. Það sé alveg ljóst og ástæða sé til að skoða það. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Íbúafjölgun í Hafnarfirði í marsmánuði var sjötíu prósentum meiri en í mánuðunum á undan og munar um 130 manns. Formaður Hags Hafnarfjarðar segir að bæjaryfirvöld verði að skoða betur hvað þarna gerðist. Samtökin ætla að ákveða síðar í dag hvort álverskosningin verður kærð.Aðeins munaði 88 atkvæðum á milli fylkinga í kosningunni um stækkun álversins í Straumsvík um síðustu helgi. Formaður samtakanna sem studdu stækkun, Ingi B. Rútsson, segir það rangt að orðrómur um kosningasvindl sé frá þeim kominn en tölur um fjölgun íbúa í marsmánuði kalli hins vegar á að þetta verði skoðað nánar.Tæplega 40 prósentum fleiri hafi skráð búsetu sína í Hafnarfirði í marsmánuði en á undanförnum tólf mánuðum að meðaltali. Ef tekið sé mið af janúar og febrúar þá hafi um 130 fleiri verið skráðir í Hafnarfjörð í mars. Það sé töluvert stökk á milli mánaða og um það bil 70 prósenta fjölgun frá fyrri mánuðum.Ingi kveðst ekkert vilja fullyrða um hvað sé að baki þessari fjölgun en mikill orðrómur sé í gangi um að menn hafi gagngert flutt heimili sitt vegna kosningarinnar. Ástæða sé til að skoða þetta nánar og sér finnist að bæjaryfirvöld ættu að gera það. Þau hafi aðstöðu til þess en samtökin Hagur Hafnarfjarðar hafi ekki aðgang að persónulegum upplýsingum til að sjá hvað standi þarna að baki.Hagur Hafnarfjarðar hyggst funda um málið síðar í dag og segir Ingi að þar verði væntanlega tekin ákvörðun um framhaldið.Lúðvík Geirsson bæjarstjóri sagði í fréttaviðtölum í fyrradag að ekkert óeðlilegt hefði verið við fjölgun bæjarbúa í aðdraganda kosningarinnar.Ingi B. Rútsson segir hins vegar ekki hægt að afgreiða þetta án þess að hafa fullgild rök og sér finnist engin rök hafa komið fram í málinu nema þá frekar á þann veg að þetta eigi við einhver rök að styðjast því þessi íbúafjölgun sé meiri heldur en að öllu jöfnu. Það sé alveg ljóst og ástæða sé til að skoða það.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira