Innlent

Auknar líkur taldar á eldgosi við Upptyppinga

Frá Öskju.
Frá Öskju. MYND/Sigurður Bogi Sævarsson

Þeirra breytinga verður nú vart á járðskjálftavirkninni í Upptyppingum, austan við Öskju, að upptökin eru grynnri en áður. Við upphaf virkninnar fyrr á árinu voru upptökin yfirleitt á 15 til 20 kílómetra dýpi, en hafa verið á 13 til 15 kílómetra dýpi upp á síðkastið.

Þetta styrkir þá skoðun jarðvísindamanna að þarna sé kvika að hreyfa sig, fremur en að rekja megi skjálftana til venjulegra brota í jarðskorpunni. Enn er hinsvegar óljóst hvort kvikan leitar alveg upp á yfirborðið með eldgosi, en í stöðunni eru vaxandi líkur taldar á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×