Fótbolti

Útsala í Kænugarði

Kænugarðsmenn urðu forseta sínum til skammar í Meistaradeildinni
Kænugarðsmenn urðu forseta sínum til skammar í Meistaradeildinni AFP

Forseti Dynamo Kiev hefur lofað að tekið verði rækilega til í herbúðum liðsins eftir arfaslakan árangur þess í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðið hafnaði í neðsta sæti og fékk ekki eitt einasta stig.

Þetta þykir forsetanum Ihor Surkis ekki sniðugt og hefur hann nú boðið róttækar breytingar. "Við erum rétt að byrja að hreinsa til í herbúðum liðsins og við munum bjóða marga leikmenn til sölu. Við verðum svo að finna út úr því hvað við gerum við menn sem enginn vill kaupa," sagði forsetinn.

"Það væri í raun best að sleppa því að fara í Meistaradeildina á næsta ári til að hægt væri að byggja upp lið á næstu tveimur árum sem gæti svo orðið samkeppnishæft á árunum þar á eftir. En ég mun taka þetta á mig og ég er viss um að ég get hnoðað saman liði sem verður okkur ekki til skammar," sagði Surkis ákveðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×