Barði tvo með golfkylfu fyrir að hrekkja fyrrverandi kærustu Andri Ólafsson skrifar 17. desember 2007 16:38 27 ára karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir þrjár líkamsárásir gegn tveimur mönnum. Allar árásirnar áttu sér stað sama kvöldið og þóttu sérlega ófyrirleitnar og stórhættulegar. Árásirnir áttu sér stað í maí í fyrra. Aðdragandann að þeim má rekja til þess að þrír ungir menn frá Eskifirði tóku stúlku frá Egilsstöðum upp í bíl til sín og sögðust ætla að hrekkja hana með því að aka henni til Eskifjarðar. Stúlkan hringdi þá í fyrrverandi kærasta sinn, ákærða í málinu, og bað hann um að koma sér til aðstoðar. Sá brást hratt við og ók á móti þremenningunum og stúlkunni. Þegar bílarnir mættust stökk stúlkan út úr bílnum og upp í bíl til fyrrverandi kærasta síns. Hún var í nokkru uppnámi og fegin því að vera laus við þremenningana. Fyrrverandi kærastinn ræddi örstutt við hana en fór svo úr bílnum til þess að ræða við þremenningana. Hann gekk að bíl þeirra og sagði þeim að biðjast afsökunar. Þegar sá sem sat í aftursætinu neitaði brást fyrrverandi kærastinn við með því að kýla hann í gegnum opna afturrúðuna. Því næst fór hann aftur í bílinn þar sem fyrrverandi kærastan beið og skutlaði henni heim. Málinu lauk þó ekki þar. Þegar kærastinn fyrrverandi var búinn að skutla stúlkunni heim ók hann beinustu leið til Eskifjarðar til að hafa aftur uppi á þremenningunum. Hann þekkti ekki til á Eskifirði en fann þó þremenningana fljótlega fyrir utan heimili eins þeirra. Hann lagði bílnum sínum skammt frá bíl þeirra og fylgdist með þeim örlitla stund. Þegar hann sá einn þremenningana taka golfkylfu úr skottinu lét fyrrverandi kærastinn til skarar skríða. Hann rauk úr bílnum, gekk að þeim sem hélt á kylfunni, þreif hana af honum og barði hann með henni þar til haus hennar datt af. Því næst beindi hann athygli sinni að drengnum sem hann hafði kýlt fyrr um kvöldið. Sá hafði einnig orðið sér úti um golfkylfu. En kærastinn fyrrverandi lét það ekki á sig fá. Hann lét höggin dynja á drengnum. Barði hann með skafti golfkylfunnar endar hafði hausinn af henni dottið af skömmu áður. Á meðan öskraði hann á drenginn að biðja fyrrverandi kærustu sína afsökunar. Hann lét ekki af barsmíðunum fyrr en drengurinn lagði kylfu sína frá sér og flúði. Að þessu loknu lét fyrrverandi kærastinn við sitja, fleygði golfkylfunni og keyrði á brott. Drengirnir tveir hlutu nokkra áverka, þó aðallega drengurinn sem fékk höggið í gegnum bílrúðunaog barsmíðarnar með kylfuskaftinu. Hann hlaut mar og eymsli hægra megin á hálsi, mar á stóru svæði á vinstra gagnauga, heilablæðingu yfir vinstra gagnaugasvæði, mar á heila vinstra megin og gat á hljóðhimnu vinstra megin. Fyrrverandi kærastinn hafði ekki áður fengið dóm og þótt því rétt að dæma hann í átta mánaða fangelsi en skilorðsbinda sex mánuði. Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
27 ára karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir þrjár líkamsárásir gegn tveimur mönnum. Allar árásirnar áttu sér stað sama kvöldið og þóttu sérlega ófyrirleitnar og stórhættulegar. Árásirnir áttu sér stað í maí í fyrra. Aðdragandann að þeim má rekja til þess að þrír ungir menn frá Eskifirði tóku stúlku frá Egilsstöðum upp í bíl til sín og sögðust ætla að hrekkja hana með því að aka henni til Eskifjarðar. Stúlkan hringdi þá í fyrrverandi kærasta sinn, ákærða í málinu, og bað hann um að koma sér til aðstoðar. Sá brást hratt við og ók á móti þremenningunum og stúlkunni. Þegar bílarnir mættust stökk stúlkan út úr bílnum og upp í bíl til fyrrverandi kærasta síns. Hún var í nokkru uppnámi og fegin því að vera laus við þremenningana. Fyrrverandi kærastinn ræddi örstutt við hana en fór svo úr bílnum til þess að ræða við þremenningana. Hann gekk að bíl þeirra og sagði þeim að biðjast afsökunar. Þegar sá sem sat í aftursætinu neitaði brást fyrrverandi kærastinn við með því að kýla hann í gegnum opna afturrúðuna. Því næst fór hann aftur í bílinn þar sem fyrrverandi kærastan beið og skutlaði henni heim. Málinu lauk þó ekki þar. Þegar kærastinn fyrrverandi var búinn að skutla stúlkunni heim ók hann beinustu leið til Eskifjarðar til að hafa aftur uppi á þremenningunum. Hann þekkti ekki til á Eskifirði en fann þó þremenningana fljótlega fyrir utan heimili eins þeirra. Hann lagði bílnum sínum skammt frá bíl þeirra og fylgdist með þeim örlitla stund. Þegar hann sá einn þremenningana taka golfkylfu úr skottinu lét fyrrverandi kærastinn til skarar skríða. Hann rauk úr bílnum, gekk að þeim sem hélt á kylfunni, þreif hana af honum og barði hann með henni þar til haus hennar datt af. Því næst beindi hann athygli sinni að drengnum sem hann hafði kýlt fyrr um kvöldið. Sá hafði einnig orðið sér úti um golfkylfu. En kærastinn fyrrverandi lét það ekki á sig fá. Hann lét höggin dynja á drengnum. Barði hann með skafti golfkylfunnar endar hafði hausinn af henni dottið af skömmu áður. Á meðan öskraði hann á drenginn að biðja fyrrverandi kærustu sína afsökunar. Hann lét ekki af barsmíðunum fyrr en drengurinn lagði kylfu sína frá sér og flúði. Að þessu loknu lét fyrrverandi kærastinn við sitja, fleygði golfkylfunni og keyrði á brott. Drengirnir tveir hlutu nokkra áverka, þó aðallega drengurinn sem fékk höggið í gegnum bílrúðunaog barsmíðarnar með kylfuskaftinu. Hann hlaut mar og eymsli hægra megin á hálsi, mar á stóru svæði á vinstra gagnauga, heilablæðingu yfir vinstra gagnaugasvæði, mar á heila vinstra megin og gat á hljóðhimnu vinstra megin. Fyrrverandi kærastinn hafði ekki áður fengið dóm og þótt því rétt að dæma hann í átta mánaða fangelsi en skilorðsbinda sex mánuði.
Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira