Stefna að því að koma á fót alhliða brjóstameinastöð Björn Gíslason skrifar 13. september 2007 15:37 Verkefni þeirra Herdísar og Jóhönnu hefur fengið nafnið Lífstré. Tveir hjúkrunarfræðingar vinna að því að koma á fót brjóstameinamiðstöð hér á landi þar sem konum sem greinast með brjóstakrabbamein og aðra sjúkdóma í brjóstum og aðstandendum þeirra verður boðið upp á alla þjónustu, allt frá greiningu til loka meðferðar.Það eru hjúkrunarfræðingarnir Herdís Jónasdóttir og Ingibjörg Hreiðarsdóttir sem eiga hugmyndina að miðstöðinni en þær auglýsa í Morgunblaðinu í dag eftir þátttakendum í rannsókn þar sem kanna áhuga kvenna og aðstandenda þeirra á slíkri þjónustu.Að sögn Herdísar kviknaði hugmyndin að brjóstameinastöð hjá þeim Ingibjörgu fyrir fjórum árum en slíkar stöðvar eru vel þekktar erlendis. Þær hafa unnið þróunarvinnu frá þeim tíma og fyrir um ári stofnuðu þær félagið Lífstré utan um verkefnið. „Þetta verður stöð sem mun bjóða upp á allt, allt frá greiningu á sjúkdómum til loka meðferðar. Þar á meðal verður heimaþjónusta og endurhæfing á líkama og sál," segir Herdís.Ekki gagnrýni á núverandi þjónustuHerdís tekur skýrt fram að í hugmyndinni felist ekki gagnrýni á núverandi þjónustu. Vel sé staðið að þessum málum hér á landi en alltaf megi gera betur, til að mynda í þjónustu við aðstandendur. „Við viljum að allir sem sjúkdómurinn snertir fái góða þjónustu," segir Herdís. Aðspurð segir Herdís að hugmyndin hafi verið kynnt fyrir tveimur síðustu heilbrigðisráðherrum, Siv Friðleifsdóttur og Jóni Kristjánssyni, en þær eigi enn eftir að ræða við Guðlaug Þór Þórðarson, nýjan heilbrigðisráðherra.Rannsóknin sem kynnt er í auglýsingu í Morgunblaðinu í dag snýst um það hvort hugmynd þeirra Herdísar og Ingibjargar samræmist hugmyndum þeirra kvenna, sem greinst hafa með krabbamein, og aðstandenda þeirra um þjónustu vegna sjúkdómsins. Óskað er eftir þátttakendum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein fyrir að minnsta kosti hálfu ári eða aðstandendum þeirra. Óskað er eftir 210 þátttakendum. Herdís segir að þverfaglegt teymi taki viðtölin vegna rannsóknarinnar, bæði konur sem greinst hafi með krabbamein, aðstandendur þeirra og heilbrigðisstarfsfólk sem unnið hafi í málaflokknum.Hugmyndin að gera þjónustusamning við ríkiðHerdís á von á niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir í febrúar eða mars og þá verði haldið áfram með að þróa hugmyndina. Þær Ingibjörg hafi ákveðnar hugmyndir um það hvar reisa megi miðstöðina. Stöðin verður einkahlutafélag en Herdís segir hugmyndina þá að gera þjónustusamning við ríkið þannig að einstaklingar sem þjónsutunnar njóta greiði ekki meira en þeir gera í dag fyrir sambærilega þjónustu.Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu eru beðnir um að hafa samband við Herdísi í síma 694-3250 eða Ingibjörgu í síma 694-6939. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Tveir hjúkrunarfræðingar vinna að því að koma á fót brjóstameinamiðstöð hér á landi þar sem konum sem greinast með brjóstakrabbamein og aðra sjúkdóma í brjóstum og aðstandendum þeirra verður boðið upp á alla þjónustu, allt frá greiningu til loka meðferðar.Það eru hjúkrunarfræðingarnir Herdís Jónasdóttir og Ingibjörg Hreiðarsdóttir sem eiga hugmyndina að miðstöðinni en þær auglýsa í Morgunblaðinu í dag eftir þátttakendum í rannsókn þar sem kanna áhuga kvenna og aðstandenda þeirra á slíkri þjónustu.Að sögn Herdísar kviknaði hugmyndin að brjóstameinastöð hjá þeim Ingibjörgu fyrir fjórum árum en slíkar stöðvar eru vel þekktar erlendis. Þær hafa unnið þróunarvinnu frá þeim tíma og fyrir um ári stofnuðu þær félagið Lífstré utan um verkefnið. „Þetta verður stöð sem mun bjóða upp á allt, allt frá greiningu á sjúkdómum til loka meðferðar. Þar á meðal verður heimaþjónusta og endurhæfing á líkama og sál," segir Herdís.Ekki gagnrýni á núverandi þjónustuHerdís tekur skýrt fram að í hugmyndinni felist ekki gagnrýni á núverandi þjónustu. Vel sé staðið að þessum málum hér á landi en alltaf megi gera betur, til að mynda í þjónustu við aðstandendur. „Við viljum að allir sem sjúkdómurinn snertir fái góða þjónustu," segir Herdís. Aðspurð segir Herdís að hugmyndin hafi verið kynnt fyrir tveimur síðustu heilbrigðisráðherrum, Siv Friðleifsdóttur og Jóni Kristjánssyni, en þær eigi enn eftir að ræða við Guðlaug Þór Þórðarson, nýjan heilbrigðisráðherra.Rannsóknin sem kynnt er í auglýsingu í Morgunblaðinu í dag snýst um það hvort hugmynd þeirra Herdísar og Ingibjargar samræmist hugmyndum þeirra kvenna, sem greinst hafa með krabbamein, og aðstandenda þeirra um þjónustu vegna sjúkdómsins. Óskað er eftir þátttakendum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein fyrir að minnsta kosti hálfu ári eða aðstandendum þeirra. Óskað er eftir 210 þátttakendum. Herdís segir að þverfaglegt teymi taki viðtölin vegna rannsóknarinnar, bæði konur sem greinst hafi með krabbamein, aðstandendur þeirra og heilbrigðisstarfsfólk sem unnið hafi í málaflokknum.Hugmyndin að gera þjónustusamning við ríkiðHerdís á von á niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir í febrúar eða mars og þá verði haldið áfram með að þróa hugmyndina. Þær Ingibjörg hafi ákveðnar hugmyndir um það hvar reisa megi miðstöðina. Stöðin verður einkahlutafélag en Herdís segir hugmyndina þá að gera þjónustusamning við ríkið þannig að einstaklingar sem þjónsutunnar njóta greiði ekki meira en þeir gera í dag fyrir sambærilega þjónustu.Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu eru beðnir um að hafa samband við Herdísi í síma 694-3250 eða Ingibjörgu í síma 694-6939.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira