„Áður fyrr var eitrað fyrir fólki“ 6. júní 2007 01:00 Anna segir að þótt margt hafi breyst frá dögum ítalska heimspekingsins og stjórnmálamannsins Niccolò Machiavelli (1469-1527) eigi margt í kenningum hans enn við. MYND/Vilhem „Það skiptir ekki máli hvort maður er með mikla eða litla machiavellíska eiginleika. Það að vera machiavellískur þarf ekki að vera slæmt,“ segir Anna Gunnþórsdóttir, dósent og tilraunaleikjafræðingur við Australian Graduate Scool of Management í Ástralíu. Hún tekur það sömuleiðis skýrt fram að það að hafa litla eiginleika sem þessa sé heldur ekki slæmt. Anna er stödd hér á landi í boði Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands og flytur fyrirlestur í Odda klukkan 16:15 í dag um mikilvægi trausts, áreiðanleika og machiavellíska eiginleika. Fyrirlesturinn er byggður á samstarfsverkefni hennar, Kevins McCabe og Vernons Smith, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræðið fyrir fimm árum. Í fyrirlestrinum tengir Anna saman samskipti manna og trúverðugleika við hagvöxt landa. „Þegar fólk treystir hvert öðru þarf ekki alltaf að tékka á fólki. Það er hægt að semja um hluti án þess að gera sérstaka samninga,“ segir hún og leggur áherslu á að með trausti aukist skilvirkni og hraði. Hún bætir við að Ísland sé dæmi um land þar sem traust manna á milli sé mjög mikið. Sömu sögu sé að segja af Norðurlöndunum, sem séu hæst á lista yfir traust og trúverðugleika. Skrifist það meðal annars á sameiginlegan bakgrunn íbúa landanna. Áður en Anna hefur mál sitt munu gestir þreyta sálfræðipróf þar sem machíavellískir eiginleikar eru mældir. Að því loknu geta þátttakendur tekið saman niðurstöður sínar og séð hvar þeir standa á machiavellíska skalanum. Anna mun sömuleiðis ræða um þýðingu prófsins og hvernig taka skuli á því starfsfólki fyrirtækja sem sýni mikla eða litla machiavellíska eiginleika. Anna segir að þótt margt hafi breyst frá því Machiavelli var uppi, á 15. og 16. öld, hafi kenningar hans staðist tímans tönn. „Á dögum Machiavellis var eitrað fyrir fólki. Í dag er það bara rekið,“ segir hún og hlær. Nóbelsverðlaun Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Það skiptir ekki máli hvort maður er með mikla eða litla machiavellíska eiginleika. Það að vera machiavellískur þarf ekki að vera slæmt,“ segir Anna Gunnþórsdóttir, dósent og tilraunaleikjafræðingur við Australian Graduate Scool of Management í Ástralíu. Hún tekur það sömuleiðis skýrt fram að það að hafa litla eiginleika sem þessa sé heldur ekki slæmt. Anna er stödd hér á landi í boði Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands og flytur fyrirlestur í Odda klukkan 16:15 í dag um mikilvægi trausts, áreiðanleika og machiavellíska eiginleika. Fyrirlesturinn er byggður á samstarfsverkefni hennar, Kevins McCabe og Vernons Smith, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræðið fyrir fimm árum. Í fyrirlestrinum tengir Anna saman samskipti manna og trúverðugleika við hagvöxt landa. „Þegar fólk treystir hvert öðru þarf ekki alltaf að tékka á fólki. Það er hægt að semja um hluti án þess að gera sérstaka samninga,“ segir hún og leggur áherslu á að með trausti aukist skilvirkni og hraði. Hún bætir við að Ísland sé dæmi um land þar sem traust manna á milli sé mjög mikið. Sömu sögu sé að segja af Norðurlöndunum, sem séu hæst á lista yfir traust og trúverðugleika. Skrifist það meðal annars á sameiginlegan bakgrunn íbúa landanna. Áður en Anna hefur mál sitt munu gestir þreyta sálfræðipróf þar sem machíavellískir eiginleikar eru mældir. Að því loknu geta þátttakendur tekið saman niðurstöður sínar og séð hvar þeir standa á machiavellíska skalanum. Anna mun sömuleiðis ræða um þýðingu prófsins og hvernig taka skuli á því starfsfólki fyrirtækja sem sýni mikla eða litla machiavellíska eiginleika. Anna segir að þótt margt hafi breyst frá því Machiavelli var uppi, á 15. og 16. öld, hafi kenningar hans staðist tímans tönn. „Á dögum Machiavellis var eitrað fyrir fólki. Í dag er það bara rekið,“ segir hún og hlær.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira