Viðskipti innlent

Icelandair eitt á uppleið

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, sem er eina félagið sem hefur hækkað í Kauphöllinni.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, sem er eina félagið sem hefur hækkað í Kauphöllinni. Mynd/Pjetur

Gengi hlutabréfa í Teymi lækkaði um 2,16 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta lækkun á gengi bréfa í félagi sem þar er skráð en einungis bréf í Icelandair hafa hækkað í verði.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um tæp 0,9 prósent það sem af er dags og stendur vísitalan í 8.473 stigum.

Þetta er í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum en rauður dagur er á öllum helstu mörkuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×