Birgir Leifur Hafþórsson á ágæta möguleika á að komast í gegn um niðurskurðinn á opna Madrídarmótinu í golfi eftir að hann lék annan hringinn á pari í dag. Leifur er því samtals á þremur höggum yfir pari eftir erfiða byrjun í gær. Það kemur í ljós síðar í dag hvort hann nær í gegn um niðurskurðinn.

