Erlent

Var brúðkaup í vændum hjá Díönu?

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Dodi Fayed skoðar úrvalið í skartgripaversluninni í París daginn örlagaríka.
Dodi Fayed skoðar úrvalið í skartgripaversluninni í París daginn örlagaríka. MYND/AFP

Réttarrannsóknin yfir dauða Díönu prinsessu og Dodi Al Fayed ástmanni hennar tók óvænta stefnu í gær þegar kviðdómendum var sýnd kvittun fyrir „trúlofunar"-hring sem Dodi keypti klukkustundum áður en parið lést.

Myndskeið úr öryggismyndavél skartgripaverslunar í París sem ekki hefur áður verið sýnt, var lagt fram í réttinum. Þar sést Dodi skoða úrval í versluninni.

Kviðdómendum var einnig sýnd kvittun frá 30. ágúst 1997 fyrir hringnum sem kostaði eina og hálfa milljón íslenskra króna. Á henni stóð "bague fíancaille" - franska fyrir trúlofunarhring. Þeim var sagt að gull og demantshringur frá Alberto Repossi "Dis-moi oui" línunni - segðu já - hafi fundist í íbúð Dodi´s.

Öðrum hring upp á 7,4 milljónir var skilað þremur dögum eftir að parið lést í Alma göngunum.

Mohamed Al Fayed eigandi Harrods heldur því staðfastlega fram að sonur hans og Díana, sem hann segir hafa verið barnshafandi, hafi verið myrt vegna þess að þau voru um það bil að tilkynna um trúlofun sína.


Tengdar fréttir

Kviðdómendur lentu í óhappi í París

Rúta kviðdómenda í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu af Wales lenti í óhappi fyrir utan Ritz hótelið í París í dag. Hópur fréttamanna horfði á rútuna keyra á steypustólpa þegar hún ók upp að hótelinu með þeim afleiðingum að hvellsprakk. Ekki tók langan tíma að skipta um dekk og hópurinn gat haldið áfram að fara yfir síðustu stundirnar í lífi prinsessunnar og ástmanns hennar Dodi Fayed.

Réttarrannsókn á láti Díönu prinsessu

Meira en 10 árum eftir að Díana prinsessa lést í bílslysi í París hefur réttarrannsókn loks hafist á því hvað gerðist kvöldið örlagaríka þegar hún og ástmaður hennar Dodi Al Fayed létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×