Innlent

Fagaðstoð fyrir heyrnarlaus fórnarlömb ábótavant

Vesturhlíðarskóli eða gamli Heyrnleysingjaskólinn
Vesturhlíðarskóli eða gamli Heyrnleysingjaskólinn

Félag heyrnarlausra segja tvö dómsmál og ábendingar vera kveikju að könnun um kynferðislega misnotkun heyrnarlausra á Íslandi. Kristinn Jón Bjarnason framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra segir í fréttatilkynningu að könnunin hafi verið gerð til viðmiðunar fyrir aukin og markviss úrræði fyrir fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar. Hún hafi ekki verið unnin í þeim tilgangi að finna sökudólga.

Vegna umræðu síðustu vikur vilji félagið taka þetta fram. Núverandi meðferðarúrræði fyrir heyrnarlausa á þessu sviði eru flóknari en fyrir aðra þar sem þeir hafa annað móðurmál en flestir Íslendingar og þurfa túlkaþjónustu með fagaðstoð. Eina lausnin nú er táknmálstalandi sérfræðingur hjá félaginu í 50% stöðu. Það er ekki nóg segir í tilkynningunni, heldur þurfi mikinn stuðning stjórnvalda til að takast á við vandamál sem hafa skapast í samfélagi heyrnarlausra.

við vandamál sem hafa skapast í samfélagi heyrnarlausra.

Félagið hefur komið með tillögur til Félagsmálaráðuneytisins um lausn á þessum vanda og fengið fagfólk til að veita heyrnarlausum þjónustu. Auk þess er fræðslu- og forvarnarstarf í undirbúningi innan samfélags heyrnarlausra. Félagið vonast til að ráðuneytið bregðis við til lausnar á vandanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×