Blunt samdi plötu á Ibiza 23. júlí 2007 00:30 Popparinn James Blunt gefur út nýja plötu á næstunni. Næsta plata breska popparans James Blunt, All the Lost Souls, kemur út 18. september. Fyrsta smáskífulagið af plötunni, 1973, er væntanlegt á öldur ljósvakans. Fékk Blunt innblásturinn að laginu þegar hann dvaldi á Ibiza við Spán þar sem hann samdi plötuna. „Ég hafði ekki verið einn í þrjú ár. Ég hafði sofið í tónleikarútu með tólf manns. Þetta var því gott tækifæri fyrir mig til að stoppa og líta í kringum mig og sjá hvað hafði gengið á í lífi mínu og finna ró í leiðinni,“ segir Blunt. Dvaldi hann megnið af síðasta ári á Ibiza þar sem hann jafnaði sig eftir skilnaðinn við tékknesku fyrirsætuna Petru Nemcovu. Fyrsta plata Blunt, Back to Bedlam, kom út árið 2004 í Bretlandi og ári síðar í Bandaríkjunum. Hefur hún selst í ellefu milljónum eintaka og sló lagið You"re Beautiful rækilega í gegn. „Ég á örugglega ekki eftir að selja ellefu milljón eintök af nýju plötunni,“ sagði Blunt. „Ég á góðar minningar frá síðustu plötu en ég ætla ekki að reyna að herma eftir henni á neinn hátt.“ Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Næsta plata breska popparans James Blunt, All the Lost Souls, kemur út 18. september. Fyrsta smáskífulagið af plötunni, 1973, er væntanlegt á öldur ljósvakans. Fékk Blunt innblásturinn að laginu þegar hann dvaldi á Ibiza við Spán þar sem hann samdi plötuna. „Ég hafði ekki verið einn í þrjú ár. Ég hafði sofið í tónleikarútu með tólf manns. Þetta var því gott tækifæri fyrir mig til að stoppa og líta í kringum mig og sjá hvað hafði gengið á í lífi mínu og finna ró í leiðinni,“ segir Blunt. Dvaldi hann megnið af síðasta ári á Ibiza þar sem hann jafnaði sig eftir skilnaðinn við tékknesku fyrirsætuna Petru Nemcovu. Fyrsta plata Blunt, Back to Bedlam, kom út árið 2004 í Bretlandi og ári síðar í Bandaríkjunum. Hefur hún selst í ellefu milljónum eintaka og sló lagið You"re Beautiful rækilega í gegn. „Ég á örugglega ekki eftir að selja ellefu milljón eintök af nýju plötunni,“ sagði Blunt. „Ég á góðar minningar frá síðustu plötu en ég ætla ekki að reyna að herma eftir henni á neinn hátt.“
Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira