Lífið

Yfirhirðmey Sonju drottningar rekin

Haraldur konungur og Sonja.
Haraldur konungur og Sonja.
Yfirhirðmey Sonju drottningar Noregs hefur misst vinnuna og hirðin tjáir sig ekki um hvers vegna. Sidsel Wiborg, sem er 57 ára gömul hefur verið skráð veik í tíu mánuði, og staðfesti í samtali við norska blaðið VG, að henni hafi verið tilkynnt að ekki sé óskað eftir að hún komi aftur til vinnu.

Sidsel segir að engin ástæða hafi verið tilgreind fyrir uppsögninni. Hún er sár og segir að hún hafi unnið dag og nótt fyrir drottninguna. Meira vill hún ekki segja þar sem hún skrifaði þagnareið þegar hún réð sig til hallarinnar. Og hirðin vill ekkert segja um ástæðunar fyrir því að Sidsel Wiborg er ekki lengur yfirhirðmey Sonju drottningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.