Lífið

Lítill álfur á leiðinni

Jenna Elfman.
Jenna Elfman. MYND/AP
Bandaríska leikkonan Jenna Elfman, sem gerði garðinn frægan í þ áttunum um Dhörmu & Greg, á von á sínu fyrsta barni. Hún og eiginmaður hennar Bodhi Elfman hafa verið gift í sextán ár, og eru sögð í skýjunum yfir þessari fjölgun í fjölskyldunni. Jenna er 35 ára gömul og umboðsmaður hennar segir að meðgangan sé henni bæði auðveld og ánægjuleg. Þættirnir um hinn siðprúða lögfræðing Greg, og hina frjálslyndu hippadóttur Dhörmu nutu mikilla vinsælda á þeim fjórum árum sem þeir voru framleiddir, frá 1997-2002. Síðan hefur Jenna leikið nokkur hlutverk bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, við góðan orðstír.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.