Viðskipti erlent

Þriggja prósenta verðbólga í Bretlandi

Englandsbanki.
Englandsbanki.

Verðbólga mældist þrjú prósent í Bretlandi í desember, samkvæmt útreikningum hagstofu Bretlands, sem birtir voru í dag. Þetta er nokkru hærri verðbólga er gert var ráð fyrir og sú hæsta síðan árið 1997.

Englandsbanki hækkaði stýrivexti í síðustu viku í 5,25 prósent með það fyrir augum að koma í veg fyrir að verðbólga færi úr böndunum.

Greinindur í Bretlandi segja mælinguna gefa Englandsbanka tilefni til enn frekari hækkana á stýrivöxtum á Bretlandi á næstu tveimur mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×