Exista hefur aukið hlut sinn í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand og á nú 5,56 prósenta hlut í félaginu, sem metinn er á um þrettán milljarða króna. Tilkynnt var um kaupin í tilkynningu til norsku kauphallarinnar síðdegis í gær.
Áætlað meðalkaupverð hluta Exista í Storebrand nemur 76,25 norskum krónum á hlut.
"Fjárfesting okkar í Storebrand endurspeglar þá trú sem við höfum á fjármálaþjónustu í Norður-Evrópu", sagði Lýður Guðmundsson stjórnarformaður Exista.
Kaupþing á tuttugu prósenta hlut í Exista.