Rafael Benitez reynir nú af öllum krafti að ná samkomulagi við Real Madrid um kaup á spænska gulldrengnum Raul til Liverpool. Spænskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun og segjast hafa fyrir því öruggar heimildir. Real Madrid hefur ekkert látið hafa eftir sér um málið.
Samkvæmt fréttunum hefur Benitez hug á að kaupa upp þau þrjú ár sem Raul á eftir af samningi sínum við spænska stórveldið og bjóða honum samskonar samning hjá Liverpool.