Viðskipti innlent

Actavis semur við félag í eigu Róberts Wessman

Róbert Wessman, forstjóri Actavis.
Róbert Wessman, forstjóri Actavis.

Actavis gerði í dag samning við félagið Aceway Ltd., sem er í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, um sölurétt hlutabréfa Aceway, sem félag hans keypti á genginu 54 í byrjun árs. Samningurinn við Aceway er skilyrtur að því leyti að Actavis greiði bréfin á genginu 74,824 á hlut auk fjármagnskostnaðar verði Róbert í starfi hjá félaginu 1. ágúst á næsta ári.

Í tilkynningu frá Actavis er vitnað til þess að Aceway Ltd. hafi 9. janúar síðastliðinn keypt bréf í félaginu og gert framvirkan samning við Straum Burðarás á 64.814.815 hlutum, á genginu 54 með lokadag í júlí 2006 og að félagið færi með atkvæðisrétt bréfanna.

Ennfremur segir: „Verði Róbert ekki í starfi hjá félaginu 12 mánuði frá dagsetningu samningsins hefur Actavis Group hf. kauprétt á sömu hlutum á framangreindu verði en eftir 12 mánuði frá dagsetningu samnings og til 1. ágúst 2008 nær kaupréttur félagsins til 50% af hlutunum, enda hafi uppgjör á lánum vegna kaupanna ekki átt sér stað og allar skuldbindingar Actavis Group í tengslum við kaupin fallnar brott."

Róbert Wessman á 136.732.633 hluti í Actavis og hefur hann ekki kauprétt að neinum hlutum í félaginu, að því er fram kemur í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×