Innlent

Launakostnaður hækkaði á þriðja ársfjórðungi

MYND/Getty

Heildarlaunakostnaður í samgöngum og flutningum hækkaði um 9,3 prósent á milli þriðja og fjórða ársfjórðungs 2006. Í iðnaði hækkaði launakostnaðurinn um 8 prósent, í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð um 8,4 prósent og í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu um 9 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Heildarlaunakostnaður án óreglulegra greiðslna hækkkaði um þrjú og hálft prósent á tímabilinu, um 6,4 prósent í mannvirkjagerð og byggingarstarfsemi, um 4,1 prósent í verslun og viðgerðarþjónustu og um 2,3 prósent í samgöngum og flutningum.

Meðaltal launakostnaðar á milli áranna 2005 og 2006 hækkaði um 8,3 prósent í iðnaði, 8,5 prósent í mannvirkjagerð og byggingarstarfsemi, 4,7 prósent í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og um 6,5 prósent í samgöngum og flutningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×