Innlent

Ímynd Íslands vegna hvalveiða verði rannsökuð

Utanríkisráðherra telur að rannsaka þurfi áhrif hvalveiða á ímynd Íslands erlendis eftir kosningar. Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar slíkri könnun en vill að hún verði gerð fyrir kosningar.

Valgerður Sverrisdóttir hefur sagt að kanna þurfi áhrif hvalveiða á ímynd og viðskiptahagsmuni Íslands. Mörður Árnason fagnaði þessu á þingi í gær og vildi vita hvort sú könnun yrði gerð í tíma - áður en næsta veiðitímabil hefst.

Ákvörðunin um að hefja hvalveiðar virðist ákvörðun eins manns, sjávarútvegsráðherra, segir Mörður. Hann segir þrjá ráðherra framsóknarflokksins hafa gert athugasemdir við þá ákvörðun.

Valgerður neitar því að hafa nokkru sinni sagt að hvalveiðarnar hefðu skaðað ímynd landsins. Hins vegar þurfi að rannsaka það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×