Fótbolti

Wenger og Rijkaard fá eins leiks bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, og Frank Rijkaard hjá Barcelona munu báðir fá sjálfkrafa eins leiks bann fyrir brottvísanir sínar í Meistaradeildinni í vikunni.

Wenger var sendur upp í stúku eftir að hann reifst við fjórða dómara leiks Arsenal og Sevilla sem síðarnefnda liðið vann, 3-1. Hann missir af leik Arsenal við Steaua Búkarest þann 12. desember næstkomandi.

Arsenal verður að vinna leikinn og treysta á að Sevilla vinni ekki Slavia Prag til að lenda í efsta sæti riðilsins.

Rijkaard fékk að líta rauða spjaldið í leik Barcelona og Lyon. Hann missir af leik Börsunga við Stuttgart í lokaumferðinni en það skiptir litlu máli þar sem Barcelona er þegar búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×