Innlent

Hjólbarðar í hættu á Akureyri

Oddhvass mulningur, sem borinn er á götur Akureyrar í hálku, getur stórskemmt dekk bifreiða. Þetta segir hjólbarðasali en bærinn kemur af fjöllum.

Um er að ræða gróft efni með skarpri egg og er hjólbarðasölunum hjá Heldi nóg boðið vegna dreifingar á götum. Þeir hafa séð mörg dæmi um að efnið skemmi dekk þegar ekið er yfir. Steinarnir stingist í gegnum hjólbarðana og gerir á þau göt. Að sögn hjólbarðasalans eru ekki bara dekkin í hættu.

Bæjarverkstjóri segir að bærinn hafi minnkað dreifingu á jarðefnum vegna svifryksumræðunnar en vissi ekki af þessu vandamáli þegar fréttastofan bar málið undir hann.

Bæjarbúar íhuga nú hvort dreifa ætti salti á göturnar í hálku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×