Innlent

Sektaður fyrir að skafa ekki bílrúðu

Lögregla stöðvaði ökumann í dag vegna þess að hann hirti ekki um að skafa af bílrúðunum. Útsýni mannsins var mjög takmarkað og setti hann sjálfan sig og aðra í hættu, segir í tilkynningu frá lögreglunni. Hann var sektaður um fimm þúsund krónur samkvæmt reglugerð um hélaðar rúður á ökutækjum.

Þrjátíu og eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt.

Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir að aka undir áhrifum lyfja.

Þá var tuttugu og einn tekinn fyrir hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn. Einn þeirra var átján ára piltur sem mældist á 113 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50. Hann á yfir höfðí sér ökuleyfissviptingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×