Viðskipti innlent

Nýir menn í stjórn

Marel hf. á Stork Food Systems í Het Financieele Dagblad í Hollandi mánudaginn 9. október 2006.
Marel hf. á Stork Food Systems í Het Financieele Dagblad í Hollandi mánudaginn 9. október 2006.
Viðskiptaráð áfrýjunarréttar í Amsterdam í Hollandi hefur skipað þrjá nýja menn í stjórn Stork N.V. fyrirtækjasamstæðunnar í kjölfar deilna stjórnarinnar við stærstu hluthafa. Eftir breytinguna verða átta í stjórn í stað fimm og hafa nýju mennirnir úrslitavald í stefnumarkandi ákvörðunum. Stork lofar aðstoð sinni við að koma nýjum stjórnarmönnum í starfið. Þá segist Stork ætla að aðstoða eftir mætti tvo rannsóknarmenn sem rétturinn hefur falið að kanna á sex mánuðum vinnubrögð stjórnarinnar og ákvarðanir í tengslum við deiluna við hluthafa. Hafa auga með StorkiMálið þykir óþægilegt og ljóst að í Hollandi vilja menn fá það út af borðinu sem fyrst. Þannig var í upphafi talað um að ljúka rannsókninni á átta mánuðum, en tíminn er nú styttur. Rannsakendurnir eru sagðir þungavigtarmenn í hollensku viðskiptalífi, annars vegar Leendert van den Blink, sem er lögfræðingur með víðtæka reynslu úr stjórnarsetu og atvinnulífi, og hins vegar Lou Traas, heiðursprófessor við Amsterdamháskóla sem hefur víðtæka reynslu af stjórnarsetum og hefur áður sinnt viðlíka verkefnum fyrir réttinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×