Golf

Nýliði slær í gegn á Buick-mótinu

Brandt Snedeker hefur slegið í gegn í San Diego.
Brandt Snedeker hefur slegið í gegn í San Diego. MYND/Getty
Nýliðinn Brandt Snedeker hefur óvænt þriggja högga forystu þegar fyrsta PGA-mót ársins í golfi, Buick International, er hálfnað. Tiger Woods, sem freistar þess að vinna sitt sjöunda PGA-mót í röð, er sjö höggum á eftir Snedeker. Sýn verður með beina útsendingu frá lokadegi mótsins annað kvöld.

"Það fyrsta sem ég hugsaði eftir að toppsætið var í höfn var: Það er svona sem það er að vera Tiger Woods," sagði Snedeker á blaðamannafundi eftir að keppni lauk á öðrum keppnisdegi í nótt og uppskar mikil hlátrasköll blaðamanna. Mótið fer fram í San Diego í Kaliforníu og er því ekki á kristilegum tíma fyrir okkur Íslendinga.

Árangur Snedeker hefur vakið mikla athygli vegna þess að hann er nýliði á PGA-mótaröðinni og er algjörlega óþekkt nafn í golfheiminum.

Ljóst er að Tiger Woods, sem unnið hefur Buick-mótið síðustu tvö ár, á mikið inni. "Þetta er langt frá því að vera búið og ég hef ekki sagt mitt síðasta," sagði Woods.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×