Innlent

Framsóknarmenn í Árborg samþykkja framboðslista

Á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem haldið var í dag á Hótel Selfoss var samþykktur framboðslisti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninganna nú í vor. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skipar fyrsta sætið, Bjarni Harðarson er í öðru sæti og Helga S. Harðardóttir í því þriðja.

Í sjö efstu sætum listans eru fimm konur en tveir karlmenn sitja í tveimur efstu sætunum. Athygli vekur að ósk Hjálmars Árnasonar, fráfarandi alþingimanni frá Reykjanesbæ, varð að ósk sinni að fulltrúi frá Reykjanesbæ fengi þriðja sætið.

Endanlegur framboðslisti er þá á þessa leið:

1. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, 57 ára, Sf. Árborg

2. Bjarni Harðarson, bóksali, 45 ára, Sf. Árborg

3. Helga Sigrún Harðardóttir, skrifstofustjóri, 37 ára, Reykjanesbær

4. Eygló Harðardóttir, framkvæmdastjóri, 34 ára, Vestmannaeyjum

5. Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri, 40 ára, Sf. Árborg

6. Lilja Hrund Harðardóttir, búfræðingur, 34 ára, Sf. Hornafjörður

7. Brynja Lind Sævarsdóttir, flugöryggismaður, 31 árs, Reykjanesbær

8. Kjartan Lárusson, sauðfjárbóndi og nemi, 51 árs, Bláskógabyggð

9. Gissur Jónsson, grunnskólakennari, 30 ára, Sf. Árborg

10. Bryndís Gunnlaugsdóttir, laganemi, 26 ára, Grindavík

11. Ólafur Elvar Júlíusson, byggingatæknifræðingur, 48 ára, Rangárþingi ytra

12. Agnes Ásta Woodhead, þjónustufulltrúi, 32 ára, Sf. Garði

13. Guðni Sighvatsson, nemi í íþróttafræðum, 26 ára, Rangárþingi ytra

14. Agnes Lára Magnúsdóttir, söluráðgjafi, 40 ára, Reykjanesbæ

15. Lára Skæringsdóttir, hárgreiðslumeistari, 37 ára, Vestmannaeyjum

16. Ásta Berghildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri, 43 ára, Ásahrepp

17. Anna Björg Níelsdóttir, skrifstofumaður, 38 ára, Sf. Ölfuss

18. Auður Jóna Sigurðardóttir, bóndi, 48 ára, Rangárþingi Eystra

19. Elín Einarsdóttir, kennari/sveitarstjórnarmaður, 40 ára, Mýrdalshrepp

20. Hjálmar Árnason, alþingismaður, 56 ára, Reykjanesbæ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×